Það má búast við hverju sem er Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2014 20:08 Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða. Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hraungos sem hófst norðan Vatnajökjuls í nótt stendur enn yfir, en það er talið allt að 50 sinnum stærra en gosið sem var þar í fyrradag. Vísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en segja atburðarás síðustu daga minna á upphaf Kröfluelda. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig eldgosið blasti við snemma í morgun á vefmyndavél Mílu en það kom upp á sama stað og gosið aðfararnótt föstudags. Áætlað var að kvikustrókurinn næði 20-30 metra hæð. Gossprungan náði þó lengra til norðurs og var áætluð um einn og hálfur kílómetra á lengd. Fljótlega varð ljóst að þetta gos var mun öflugra, og hraun rennslið jafnvel 10-20 sinnum meira en í fyrsta gosinu, að mati Ármanns Höskuldssonar jarðeðlisfræðings, sem var með þeim fyrstu á vettvang. Ármann tók margar þeirra mynda sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi, ásamt þeim Benedikt Ófeigssyni, jarðeðlisfræðingi á Veðurstofu Íslands, og Þorsteini Jónssyni, tæknimanni á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Þeir voru í nótt í skálanum í Drekagili, ásamt fleiri vísindamönnum, en skálinn er i 25 kílómetra fjarlægð frá gosstöðvunum. Þeir Benedikt og Þorsteinn komu akandi til byggða upp úr hádegi og fréttamaður Stöðvar 2 náði tali af þeim við Skútustaði í Mývatnssveit. “Við fengum hringingu um klukkan 6 í morgun og okkur sagt að það liti út fyrir að það væri aftur gos í gangi við Holuhraunið. Við fórum á vettvang og það stóð heima,” sagði Benedikt.Virtist ykkur vera sæmilegur kraftur í þessu?“Ég myndi ekki segja að það væri mikill kraftur í þessu, en við sáum eldtungur koma upp úr sprungunum.Hraunið var þunnfljótandi og rann tiltölulega hratt.” Benedikt segir atburðarás undanfarinna daga minna um margt á upphafið af Kröflueldum en hann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. “Ég vil ekki giska á það. Það getur haldið áfram að gjósa og svo getur þetta líka hætt snögglega. Menn verða líka aða hafa í huga að það er heilmikið að gera í Bárðarbunguöskjunni. Menn verða bara að halda áfram að fylgjast með og búast við hverju sem er.” Óveðurslægðin hefur aldeilis sett strik í reikninginn og hamlað flugi yfir gosstöðvarnar. Ókyrrðin þar var sögð það mikil í dag hún væri beinlínis hættuleg flugvélum og það var ekki reynandi og komast þangað akandi, eins og tæknimaður Raunvisindastofnunar lýsti: “Það var alveg snælduvitlaust, við sáum ekki framfyrir rúðuna á bílnum,” segir Þorsteinn og segir bæði mönnum og tækjum hafa verið hætta búin á staðnum. Hann segir það magnað að hafa upplifað gosið með þessum hætti. “Þetta er magnaður atburður,” segir Þorsteinn og bætir við að örlítil hræðsla hafi gripið um sig í nálægð við gosið. “Maður verður svo lítill gagnvart þessu.” Gosstöðvar eru í um það bil 75 kílómetra fjarlægð frá Skútustöðum í Mývatnssveit, nánast í hásuður, og fréttamaður og myndatökumaður Stöðvar 2 hafa af og til verið að skima til fjalla ef ske kynni að sæist í gosmökk. Þeir höfðu séð heilmið mistur suður af, en ómögulegt sé að fullyrða um hvort um sandfok eða ösku sé að ræða.
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira