Erlent

Mótmæli í Íran vegna bensínskömmtunar

Forseti Írans. Almenningur hefur tekið illa í ákvörðun stjórnvalda um að skammta bensín í landinu.
Forseti Írans. Almenningur hefur tekið illa í ákvörðun stjórnvalda um að skammta bensín í landinu. MYND/AP

Íranskur almenningur hefur mótnælt fyrirhuguðum skömmtunum á bensíni í höfuðborg landsins, Teheran í dag. Kveikt var í bensínstöð og hrópuðu mótmælendur ókvæðisorð að stjórnvöldum. Fréttastofa Reuters hefur eftir heimildamanni á staðnum að eldar logi glatt á bensínstöð í fátækari hverfum borgarinnar og að kveikt hafi verið í bílum.

Í kjölfar tilkynningar ríkisstjórnarinnar um að frá morgundeginum verði bensín skammtað mynduðust langar raðir við bensínstöðvar í landinu. Íran er næst stærsti framleiðandi olíu á meðal þeirra olíuframleiðsluríkja sem aðild eiga að OPEC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×