Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:17 Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira