Í lífshættu vegna mistaka í tölvukerfi Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 19:30 Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira