Hitzfeld: Verður erfiðari leikur en gegn Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2012 07:00 Ottmar Hitzfeld þjálfaði Sigurð Grétarsson hjá Grasshoppers á sínum tíma. Þeir endurnýjuðu kynnin á Grand Hótel í gær. fréttablaðið/anton Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins, reiknar með því að Ísland muni reynast Sviss erfiður andstæðingur í leik liðanna í undankeppni HM 2014 í kvöld. „Við höfum tekið því rólega síðustu dagana enda var leikurinn á föstudaginn erfiður,“ sagði hann á blaðamannafundi sem haldinn var á Grand Hótel í gær. Sviss gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg þar sem bæði mörkin voru skoruð á síðasta stundarfjórðungi leiksins. „Þetta var hraður leikur sem tók mikið á. Æfingarnar hafa því verið rólegar og við munum gera allt til þess að leikmenn verði í sínu besta formi í leiknum á morgun.“ Hitzfeld, sem er 63 ára gamall, er einn reyndasti starfandi þjálfarinn í Evrópu í dag. Hann hefur á þriðja tug titla á þjálfaraferlinum, flesta með Grashopper í Sviss og þýsku liðunum Dortmund og Bayern München. Hann hefur þjálfað svissneska landsliðið frá 2008 og fór með liðið á HM 2010 í Suður-Afríku, þar sem það varð eina liðið til að vinna verðandi heimsmeistara Sviss í allri keppninni. Hitzfeld hefur tvívegis verið valinn þjálfari ársins af FIFA og einu sinni af UEFA. Stuðningsmenn Bayern útnefnda hann besta þjálfara félagsins frá upphafi 2005 og er einn aðeins þriggja félaga til að verða Evrópumeistari með tveimur mismunandi félögum. Hinir eru Jose Mourinho og Ernst Happel. Þessi öflugi þjálfari stefnir að því að fara með Sviss til Brasilíu árið 2014 og er liðið enn ósigrað í undankeppninni. Þó svo að Sviss hafi tapað sínum fyrstu stigum gegn Noregi á föstudag sagði Hitzfeld að sá leikur hafi verið sá besti hjá hans mönnum til þessa. „Við spiluðum vel. Leikurinn var hraður en við hreyfðum okkur vel, vorum með góðar staðsetningar og brugðust vel við þeirra spili. En það er erfitt að spila við vegg,“ sagði hann. „Við fáum meira pláss í leiknum gegn Íslendingum. Þeir spila hratt, standa framarlega með lið sitt og pressa vel á andstæðinga sína. Þetta verður erfiðari leikur en gegn Noregi.“ Hitzfeld var spurður um styrkleika leikmanna íslenska liðsins og var greinilegt að hann var búinn að kynna sér andstæðinginn vel. „Ísland er með marga sterka einstaklinga. Gylfi Sigurðsson hefur sýnt hversu öflugur skotmaður hann er. Alfreð Finnboagson er ungur sóknarmaður með mikla hæfileika. Rúrik Gíslason, hægri kantmaður, býr yfir mikilli tækni. Svo er Aron Gunnarsson í leikbanni og verður ekki auðvelt að finna staðgengil fyrir hann. En Birkir Bjarnason er leikmaður sem getur vel spilað á miðjunni. Þetta er öflugt sóknarlið.“ „Í vörn eru Íslendingar með stóra leikmenn sem eru sterkir í loftinu. Grétar Steinsson er hættulegur þegar hann sækir fram og Kári Árnason góður í föstum leikatriðum. Ragnar Sigurðsson er góður varnarmaður - ég veit reyndar ekki hvort hann sé skyldur Gylfa,“ sagði hann í léttum dúr. Hitzfeld var einnig spurður um sitt eigið lið og sagði að það væri á réttri leið. „Við höfum bætt okkur í hverjum leik. Vissulega fengum við á okkur mark gegn Noregi sem hefði verið betra að sleppa en almennt séð hafa úrslitin verið jákvæð. 1-1 jafntefli gegn Noregi eru líka góð úrslit.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Ottmar Hitzfeld, þjálfari svissneska landsliðsins, reiknar með því að Ísland muni reynast Sviss erfiður andstæðingur í leik liðanna í undankeppni HM 2014 í kvöld. „Við höfum tekið því rólega síðustu dagana enda var leikurinn á föstudaginn erfiður,“ sagði hann á blaðamannafundi sem haldinn var á Grand Hótel í gær. Sviss gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg þar sem bæði mörkin voru skoruð á síðasta stundarfjórðungi leiksins. „Þetta var hraður leikur sem tók mikið á. Æfingarnar hafa því verið rólegar og við munum gera allt til þess að leikmenn verði í sínu besta formi í leiknum á morgun.“ Hitzfeld, sem er 63 ára gamall, er einn reyndasti starfandi þjálfarinn í Evrópu í dag. Hann hefur á þriðja tug titla á þjálfaraferlinum, flesta með Grashopper í Sviss og þýsku liðunum Dortmund og Bayern München. Hann hefur þjálfað svissneska landsliðið frá 2008 og fór með liðið á HM 2010 í Suður-Afríku, þar sem það varð eina liðið til að vinna verðandi heimsmeistara Sviss í allri keppninni. Hitzfeld hefur tvívegis verið valinn þjálfari ársins af FIFA og einu sinni af UEFA. Stuðningsmenn Bayern útnefnda hann besta þjálfara félagsins frá upphafi 2005 og er einn aðeins þriggja félaga til að verða Evrópumeistari með tveimur mismunandi félögum. Hinir eru Jose Mourinho og Ernst Happel. Þessi öflugi þjálfari stefnir að því að fara með Sviss til Brasilíu árið 2014 og er liðið enn ósigrað í undankeppninni. Þó svo að Sviss hafi tapað sínum fyrstu stigum gegn Noregi á föstudag sagði Hitzfeld að sá leikur hafi verið sá besti hjá hans mönnum til þessa. „Við spiluðum vel. Leikurinn var hraður en við hreyfðum okkur vel, vorum með góðar staðsetningar og brugðust vel við þeirra spili. En það er erfitt að spila við vegg,“ sagði hann. „Við fáum meira pláss í leiknum gegn Íslendingum. Þeir spila hratt, standa framarlega með lið sitt og pressa vel á andstæðinga sína. Þetta verður erfiðari leikur en gegn Noregi.“ Hitzfeld var spurður um styrkleika leikmanna íslenska liðsins og var greinilegt að hann var búinn að kynna sér andstæðinginn vel. „Ísland er með marga sterka einstaklinga. Gylfi Sigurðsson hefur sýnt hversu öflugur skotmaður hann er. Alfreð Finnboagson er ungur sóknarmaður með mikla hæfileika. Rúrik Gíslason, hægri kantmaður, býr yfir mikilli tækni. Svo er Aron Gunnarsson í leikbanni og verður ekki auðvelt að finna staðgengil fyrir hann. En Birkir Bjarnason er leikmaður sem getur vel spilað á miðjunni. Þetta er öflugt sóknarlið.“ „Í vörn eru Íslendingar með stóra leikmenn sem eru sterkir í loftinu. Grétar Steinsson er hættulegur þegar hann sækir fram og Kári Árnason góður í föstum leikatriðum. Ragnar Sigurðsson er góður varnarmaður - ég veit reyndar ekki hvort hann sé skyldur Gylfa,“ sagði hann í léttum dúr. Hitzfeld var einnig spurður um sitt eigið lið og sagði að það væri á réttri leið. „Við höfum bætt okkur í hverjum leik. Vissulega fengum við á okkur mark gegn Noregi sem hefði verið betra að sleppa en almennt séð hafa úrslitin verið jákvæð. 1-1 jafntefli gegn Noregi eru líka góð úrslit.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira