Fótbolti

Inler: Mikið sjálfstraust í íslenska liðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Inler ræðir við svissneska fjölmiðlamenn í gær.
Inler ræðir við svissneska fjölmiðlamenn í gær. Mynd/Anton
Gökhan Inler, fyrirliði svissneska landsliðsins, segir enga hættu á því að leikmenn Sviss muni vanmeta íslenska liðið þegar þau mætast á Laugardalsvellinum í kvöld.

Inler leikur með Napoli á Ítalíu og fer fyrir sterku liði Sviss sem er líklegt til að vera í baráttu um efsta sæti riðilsins fram á síðasta leikdag.

„Þetta verður erfiður leikur," sagði Inler í samtali við Vísi í gær. „Ísland er í góðu formi og hefur spilað vel í þessari undankeppni. Ég fyldist reyndar nokkuð með íslenska liðinu í síðustu undankeppni en þar voru Íslendingar í erfiðum riðli."

„En þetta er ungt og gott lið sem er með mikið sjálfstraust."

Inler viðurkennir að Svisslendingar geri miklar væntingar til liðsins. „Auðvitað vonast allir til að við vinnum þennan leik en í þessum riðli er enginn leikur auðveldur. Við leikmenn vitum manna best að þetta verður ekki einfalt mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×