Innlent

Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni

Heimir Már Pétursson skrifar

Óvissan í íslenskum efnahagsmálum hefur ekki verið eins mikil í áratugi og enginn veit í raun hvenær henni lýkur og hverjar afleiðingarnar verða að fullu. Leiðtogar stærstu stjórnarandstöðuflokkanna mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í dag til að ræða aðgerðir og aðgerðaleysi.

Stjórnarandstaðan hefur stutt allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til hingað til og gert sitt til að hratt verði brugðist við. Eðlilega hafa frumvörp tekið breytingum í meðförum Alþingis og þá oft ekki hvað síst fyrir atbeina stjórnarandstöðunnar.

Formaður Samfylkingarinnar segir að nú sé tækifæri til að bæta í þar sem þarf að efla velferðarkerfið þannig að sósíalisminn sé ekki bara fyrir fyrirtæki í vanda en þeir sem helst þurfi á stuðningi að halda mæti aðeins köldum kapitalisma.Stöð 2/Einar

Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða nauðsynlega samstöðu á þessum óvissutímum í Víglínunni en einnig þær hugmyndir sem þeir og flokkar þeirra segja ekki hafa verið tekið tillit til á undanförnum vikum.

Formaður Miðflokksins segir aðgerðir stjórnvalda þurfa að vera umfangsmeiriVísir/Einar

Þá telja þeir báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar, enda allir sammála um að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og birtist á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×