Fótbolti

Vonbrigði í tímamótaleik Ronaldo

100. landsleikur Cristiano Ronaldo með Portúgal fór ekki nógu vel enda varð portúgalska liðið að sætta sig við jafntefli, 1-1, á heimavelli gegn Norður-Írum.

Fyrirfram var búist við flugeldasýningu hjá Portúgölum á þessum hátíðardegi Ronaldo en Norður-Írarnir voru staðráðnir í því að eyðileggja veisluna.

Þeir vörðust mjög vel, voru skynsamir og komust yfir eftir hálftíma leik er Niall McGinn skoraði fyrir þá.

Það benti ansi margt til þess að þeir myndu halda út en Helder Postiga kom Portúgölum til bjargar tólf mínútum fyrir landsleik. Portúgalir sóttu grimmt undir lokin en allt kom fyrir ekki og Norður-Írar fögnuðu frábæru stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×