Fótbolti

Hannes: Ég átti að gera betur í fyrra markinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta er grátleg niðurstaða," sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir tapið í kvöld.

„Við lékum vel í kvöld og áttum svo sannarlega skilið að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld, þess vegna er þetta svona gríðarlega svekkjandi."

„Við fengum virkilega góð færi framan af í leiknum og vorum að halda þeim vel í skefjum. Það var því virkilega slæmt þegar við í raun færðum þeim þetta fyrsta mark á silfurfati. Ég átti að gera mun betur í því atviki og halda boltanum betur þegar fyrirgjöfin kom."

„Við getum í raun alveg borið höfuðið nokkuð hátt eftir þennan leik en það er einmitt það sem gerir þetta tap svo enn meira svekkjandi, við vorum í dauðafæri að koma okkur í frábæra stöðu í þessum riðli."

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hannes hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×