Lagerbäck: Ekki mistök hjá Hannesi | Eggert þarf nýtt félag Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 16. október 2012 21:46 Mynd/vilhelm Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sársvekktur með 2-0 tapið gegn Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Sá sænski hrósaði leikmönnum Íslands en vill meiri skilvirkni við mark andstæðinganna. „Þú getur sætt þig við tap ef hitt liðið er miklu betra. Við vorum of passívir í fyrri hálfleik en færðum okkar framar í seinni. Miðað við færin í seinni áttum við jafntefli skilið," sagði Svíinn sem hrósaði leikmönnum sínum en minnti á að það væru mörkin sem teldu. „Við fengum þrjú opin færi í seinni hálfleik auk skyndisókna og aukaspyrnu Gylfa í fyrri. Sviss var kannski betri aðilinn í fyrri hálfelik en Hannes þurfti aldrei að verja," sagði Lagerbäck sem telur íslenska liðið helst geta bætt sig í færanýtingu í opnum leik. Varnarleikurinn sé góður sem og frammistaða í föstum leikatriðum í vörn sem sókn. Eggert þarf að finna sér liðEin breyting var gerð á byrjunarliði Íslands frá tapinu gegn Albönum. Eggert Gunnþór Jónsson kom inná miðjuna fyrir Aron Einar Gunnarsson sem var í leikbanni. Eggert átti góðan fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni þegar sendingar rötuðu iðulega á mótherja. „Maður sér að Eggert hefur spilað lítið en hann stóð sig vel. Það var áhætta að setja mann í litlu leikformi inn. Með það í huga stóð hann sig vel. Hann þarf þó að finna sér nýtt lið til að fá að spila," sagði Lagerbäck en tækifæri Eggerts hjá Wolves hafa verið af skornum skammti. Hannes Þór gerði slæm mistök í fyrsta marki Svisslendinga en landsliðsþjálfarinn sagði markvörðinn þó hafa verið aðþrengdann og ekki víst að um mistök hefði verið að ræða. „Það var mikil barátta og Svisslendingar gerðu vel í að setja upp hindranir. Frá mínu sjónarhorni var ekki um mistök hjá Hannesi að ræða. Við komum boltanum ekki í burtu og komumst fyrir tvö eða þrjú skot áður en markið var skorað." Um seinna mark Svisslendinga sagði Svínn: „Þá vorum við búnir að setja einn mann framar og þeir fengu skyndisókn. Við tókum áhættu og fengum á okkur mark." Þrír í banni í SlóveníuAuk Eggerts fengu Emil, Grétar Rafn, Kári og Rúrik spjöld í leiknum. Þeir þrír síðastnefndu verða í banni gegn Slóvenum í mars vegna tveggja áminninga. „Við megum ekki fá óþarfa gul spjöld. Við megum ekki fórna okkur í tæklingar sem gætu uppskorið gult spjald nema í námunda við teiginn. Við þurfum að vera skynsamari í þeim efnum," sagði Lagerbäck en taldi þó erfitt að sakast við áminntu leikmennina í leiknum í kvöld. Lagerbäck sagði innkomu Arons Einars og Kolbeins Sigþórssonar þó styrkja liðið og gefa því aukan möguleika í framhaldinu. Hann ítrekaði þó vonbrigði sín með úrslitin. „Já, það er svekkjandi að fara inni í hléð (næsti keppnisleikur 22. mars gegn Slóveníu) með svona tap á bakinu. Við eigum æfingaleik í nóvember (gegn Andorra) sem er gott. Vonandi fáum við æfingaleik í febrúar. Það hefur ekki verið gengið frá því en vonandi tekst það." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sársvekktur með 2-0 tapið gegn Svisslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Sá sænski hrósaði leikmönnum Íslands en vill meiri skilvirkni við mark andstæðinganna. „Þú getur sætt þig við tap ef hitt liðið er miklu betra. Við vorum of passívir í fyrri hálfleik en færðum okkar framar í seinni. Miðað við færin í seinni áttum við jafntefli skilið," sagði Svíinn sem hrósaði leikmönnum sínum en minnti á að það væru mörkin sem teldu. „Við fengum þrjú opin færi í seinni hálfleik auk skyndisókna og aukaspyrnu Gylfa í fyrri. Sviss var kannski betri aðilinn í fyrri hálfelik en Hannes þurfti aldrei að verja," sagði Lagerbäck sem telur íslenska liðið helst geta bætt sig í færanýtingu í opnum leik. Varnarleikurinn sé góður sem og frammistaða í föstum leikatriðum í vörn sem sókn. Eggert þarf að finna sér liðEin breyting var gerð á byrjunarliði Íslands frá tapinu gegn Albönum. Eggert Gunnþór Jónsson kom inná miðjuna fyrir Aron Einar Gunnarsson sem var í leikbanni. Eggert átti góðan fyrri hálfleik en átti erfitt uppdráttar í þeim seinni þegar sendingar rötuðu iðulega á mótherja. „Maður sér að Eggert hefur spilað lítið en hann stóð sig vel. Það var áhætta að setja mann í litlu leikformi inn. Með það í huga stóð hann sig vel. Hann þarf þó að finna sér nýtt lið til að fá að spila," sagði Lagerbäck en tækifæri Eggerts hjá Wolves hafa verið af skornum skammti. Hannes Þór gerði slæm mistök í fyrsta marki Svisslendinga en landsliðsþjálfarinn sagði markvörðinn þó hafa verið aðþrengdann og ekki víst að um mistök hefði verið að ræða. „Það var mikil barátta og Svisslendingar gerðu vel í að setja upp hindranir. Frá mínu sjónarhorni var ekki um mistök hjá Hannesi að ræða. Við komum boltanum ekki í burtu og komumst fyrir tvö eða þrjú skot áður en markið var skorað." Um seinna mark Svisslendinga sagði Svínn: „Þá vorum við búnir að setja einn mann framar og þeir fengu skyndisókn. Við tókum áhættu og fengum á okkur mark." Þrír í banni í SlóveníuAuk Eggerts fengu Emil, Grétar Rafn, Kári og Rúrik spjöld í leiknum. Þeir þrír síðastnefndu verða í banni gegn Slóvenum í mars vegna tveggja áminninga. „Við megum ekki fá óþarfa gul spjöld. Við megum ekki fórna okkur í tæklingar sem gætu uppskorið gult spjald nema í námunda við teiginn. Við þurfum að vera skynsamari í þeim efnum," sagði Lagerbäck en taldi þó erfitt að sakast við áminntu leikmennina í leiknum í kvöld. Lagerbäck sagði innkomu Arons Einars og Kolbeins Sigþórssonar þó styrkja liðið og gefa því aukan möguleika í framhaldinu. Hann ítrekaði þó vonbrigði sín með úrslitin. „Já, það er svekkjandi að fara inni í hléð (næsti keppnisleikur 22. mars gegn Slóveníu) með svona tap á bakinu. Við eigum æfingaleik í nóvember (gegn Andorra) sem er gott. Vonandi fáum við æfingaleik í febrúar. Það hefur ekki verið gengið frá því en vonandi tekst það."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Sjá meira