Fótbolti

Ragnar: Kom mér á óvart hversu slakir Svisslendingar voru

Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar
„Þetta voru klárlega ekki sanngjörn úrslit í kvöld," sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir tapið.

Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-0, í undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu eftir 2 ár en liðið hefur sex stig í riðlinum eftir fjóra leiki.

„Það kom mér í raun á óvart hversu slappir Svisslendingarnir voru í kvöld. Það vantaði ekki uppá í okkar sóknarleik í kvöld, við vorum að skapa okkur fullt af færum en svona er bara boltinn stundum."

„Í fyrra markinu voru menn allir að renna sér fyrir boltann og leggja mikið á sig til að verja okkar mark, en það hafðist ekki og agalegt að sjá á eftir boltanum í vinkilinn."

„Ef maður lítur á stóru myndina þá er þetta ágætis árangur hjá okkur í þessum fjórum leikjum. Það er erfitt að ætlast til þess af okkur að vinna svona stórþjóð eins og Sviss."

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ragnar með því að ýta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×