Fótbolti

Naumt hjá Noregi | Holland og Írland unnu

Van der Vaart og Huntelaar fagna í kvöld.
Van der Vaart og Huntelaar fagna í kvöld.
Noregur komst upp fyrir Ísland í okkar riðli í undankeppni HM í kvöld er liðið vann fínan útisigur, 1-3, á Kýpur. Síðustu tvö mörk Noregs komu undir lokin.

Noregur er því kominn með sjö stig, eins og Sviss, en Ísland er með sex stig eins og staðan er nú.

Færeyingar stóðu lengi vel í Írum í kvöld en sjálfsmark fyrrum Valsarans, Póls Justinussen, gerði út um vonir þeirra.

Hollendingar voru svo í miklu stuði gegn Rúmeníu og skoruðu fjögur mörk. Kærkomin úrslit fyrir Holland sem hefur átt erfitt uppdráttar.

Úrslit:

Króatía - Wales 2-0

Mario Mandzukic, Eduardo.

Tékkland - Búlgaría 0-0

Færeyjar - Írland 1-4

Arnbjörn Hansen - Marc Wilson, Jon Walters, Pól Justinussen (sjm), Darren O'Dea.

Rúmenía - Holland 1-4

Ciprian Marica - Jeremain Lens, Bruno Indi, Rafael van der Vaart (víti), Robin van Persie.

Kýpur - Noregur 1-3

Efstathios Aloneftis - Brede Hangeland, Tarik Elyounossi (víti), Joshua King.

Makedónía - Serbía  1-0

Austurríki - Kasakstan  4-0

Ungverjaland - Tyrkland  3-1

Ísland - Sviss  0-2

Slóvakía - Grikkland  0-1

San Marinó - Moldavía  0-2

Bosnía - Litháen 3-0

Úkraína - Svartfjallaland 0-1

Ísrael - Lúxemborg 3-0

Hvíta-Rússland - Georgía 2-0

Andorra - Eistland 0-1

Lettland - Liecthenstein 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×