Fótbolti

Öll úrslit kvöldsins í undankeppni HM

Svíar fagna ótrúlegri endurkomu í kvöld.
Svíar fagna ótrúlegri endurkomu í kvöld.
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld eins og sjá má í fréttum Vísis. Í þessari frétt má nálgast öll úrslit kvöldsins og stöðurnar í riðlunum.

Leikur kvöldsins var klárlega viðureign Þýskalands og Svíþjóðar í Þýskalandi. Þar gerðu Svíar sér lítið fyrir og unnu upp 4-0 forskot Þjóðverja og nældu í stig.

Leikur Póllands og Englands fer fram á morgun þar sem ekki var hægt að spila í kvöld vegna úrhellisrigningar.

Úrslit kvöldsins:

A-riðill

Króatía - Wales 2-0

Makedónía - Serbía 1-0

Belgía - Skotland 2-0

Staðan: Belgía 10 stig, Króatía 10, Serbía 4, Makedónía 4, Wales 3, Skotland 2.

B-riðill

Tékkland - Búlgaría 0-0

Ítalía - Danmörk 3-1

Riccardo Montolivo, Daniele de Rossi, Mario Balotelli - William Kvist

Staðan: Ítalía 10 stig, Búlgaría 6, Tékkland 5, Armenía 3, Danmörk 2, Malta 0.

C-riðill

Færeyjar - Írland 1-4

Austurríki - Kasakstan 4-0

Þýskaland - Svíþjóð 4-4

Miroslav Klose 2, Per Mertesacker, Mesut Özil - Zlatan Ibrahimovic, Mikael Lustig, Johan Elmander, Rasmus Elm.

Staðan: Þýskaland 10 stig, Svíþjóð 7, Írland 6, Austurríki 4, Kasakstan 1, Færeyjar 0.

D-riðill

Andorra - Eistland 0-1

Rúmenía - Holland 1-4

Ungverjaland - Tyrkland 3-1

Staðan: Holland 12 stig, Ungverjaland 9, Rúmenía 9, Tyrkland 3, Eistland 3, Andorra 0.

E-riðill

Ísland - Sviss 0-2

Kýpur - Noregur 1-3

Efstathios Aloneftis - Brede Hangeland, Tarik Elyounossi (víti), Joshua King.

Albanía - Slóvenía 1-0

Staðan: Sviss 10 stig, Noregur 6, Ísland 6, Albanía 6, Slóvenía 3, Kýpur 3.

F-riðill

Rússland - Aserbaídsjan 1-0

Ísrael - Lúxemborg 3-0

Portúgal - Norður-Írland 1-1

Helder Postiga - Niall mcGinn

Staðan: Rússland 12 stig, Portúgal 7, Ísrael 7, Norður-Írland 2, Aserbaijan 1, Lúxembúrg 1.

G-riðill

Lettland - Liechtenstein 2-0

Bosnía - Litháen 3-0

Slóvakía - Grikkland 0-1

Staðan: Bosnía 10 stig, Grikkland 10, Slóvakía 7, Litháen 4, Lettland 3, Liechtenstein 0.

H-riðill

Úkraína - Svartfjallaland 0-1

San Marínó - Moldóva 0-2

Pólland - England frestað

Úrhellisrigning var í Varsjá og verður reynt að spila leikinn í kvöld.

Staðan: England 7 stig, Svartfjallaland 7, Pólland 4, Moldavía 4, Úkraína 2, San Marinó 0.

I-riðill

Hvíta-Rússland - Georgía 2-0

Spánn - Frakkland 1-1

1-0 Sergio Ramos (24.), 1-1 Oliver Giroud (90.+1).

Staðan: Spánn 7 stig, Frakkland 7, Georgía 4, Hvíta-Rússland 3, Finnland 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×