Stelpurnar unnu stórsigur á Dönum á Algarve Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2016 16:45 Vísir Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir ) Fótbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fylgdi eftir sigri á Belgum í fyrsta leik með því að vinna sannfærandi 4-1 sigur á Dönum í Algarve-bikarnum í dag. Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen komu inn í byrjunarliðið og skoruðu báðar, þriðja mark íslenska liðsins var sjálfsmark eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttur og Hólmfríður Magnúsdóttir innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn og leiddi íslensku stelpurnar til sigurs á öflugur dönsku liði sem íslenska liðið hafði ekki unnið í undanförnum fjórum leikjum þjóðanna. Íslenska liðið komst í 2-0 með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í upphafi leiks en Danir minnkuðu muninn í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en íslensku stelpurnar gulltryggðu sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Íslenska liðið spilaði mjög vel í leiknum í dag og var nálægt því að bæta við enn fleiri mörkum. Fanndís Friðriksdóttir átti meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu en stelpurnar sýndu fram á og sönnuðu breiddina sem er komin í liðið með því að vinna þennan flotta sigur. Elín Metta Jensen skoraði fyrsta markið á 11. mínútu en annað markið var sjálfsmark á 12. mínútu sem kom eftir hornspyrnu Katrínar Ómarsdóttir. Danir minnkuðu muninn með marki Nadiu Nadim á 52. mínútu en Sandra María Jessen kom íslenska liðinu aftur tveimur mörkum yfir með þriðja marki Íslands aðeins sjö mínútum síðar. Markið skoraði Sandra eftir fyrirgjöf Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði síðan fjórða markið í uppbótartíma leiksins. Íslenska liðið vann ekki né skoraði mark á mótinu í fyrra en hefur nú unnið tvo sigra og skorað sex mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Þetta er aðeins annar sigur íslenskra A-landsliða í knattspyrnu á Danmörku frá upphafi en hinn unnu stelpurnar fyrir fimm árum. Ísland hefur aldrei unnið Dani stærra en í dag.Lið Íslands á móti Danmörk: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Elísa Viðarsdóttir Glódís Perla Viggósdóttir (Anna Björk Kristjánsdóttir) Arna Sif Ásgrímsdóttir Hrafnhildur Hauksdóttir Málfríður Erna Sigurðardóttir (66., Sara Björk Gunnarsdóttir) Katrín Ómarsdóttir (25., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir) Dagný Brynjarsdóttir (Fyrirliði) Elín Metta Jensen (66., Fanndís Friðriksdóttir) Sandra María Jessen (Hólmfríður Magnúsdóttir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir )
Fótbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira