Tryggvi Þór: „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2015 21:51 Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður, og Sigmar Guðmundsson ritstjóri tókust á um viðtal við Evu Joly á Facebook í kvöld. Vísir/Anton Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson. Mið-Austurlönd Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson.
Mið-Austurlönd Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira