Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. apríl 2016 13:13 Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Gunnarsson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels