Lenti í vandræðum með þvenginn: „Annað eistað hékk úti!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:02 Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara, teygir á fyrir fyrstu æfinguna á sunnudaginn. Andres Putting Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. Það varð til þess að Klemens Hannigan, annar tveggja söngvara Hatara, lenti í smávæglegum vandæðum þegar hann reyndi að klæða sig úr sviðsbúningnum og í þægilegri föt því hann komst að því að annað eistað hékk út úr þvengnum sem hann var í. „Annað eistað hékk úti!“ Klemens greindi frá þessari uppákomu á blaðamannafundinum og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Spyrillinn spurði hvað hann hefði eiginlega gert í framhaldinu og þá svaraði Klemens jafnóðum „Nú, ég klæddi mig augljóslega úr þvengnum“. „Og líður þér betur núna?“ spurði spyrillinn. „Miklu,“ svaraði Klemens. Þegar búið var að útkljá stóra nærbuxnamálið var opnað fyrir spurningar úr sal en íslenskur blaðamaður sagðist hafa frétt af því að þeir væru með heimildarmynd í bígerð og spurði hljómsveitarmeðlimi nánar út í þær sögusagnir. Klemens og Matthías Tryggvi Haraldsson sögðu að þeir væru vissulega gera heimildarmynd um Eurovision ævintýrið og veru þeirra í Ísrael. Söguþráður heimildarmyndarinnar teiknaðist í raun upp með hverjum deginum sem liði úti í Tel Aviv. „Við höfum rætt við fjölda fólks sem er héðan; bæði palestínska og ísraelska listamenn. Það hefur virkilega vakið okkur til meðvitundar og jafnvel vakið með okkur von,“ sagði Matthías um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Blaðamaður frá Ísrael spurði liðsmenn Hatara hversu erfitt það væri að skrifa andófslag án þess þó að það yrði of pólitískt eða opinskátt. Matthías svaraði því til að vissulega væru þau á hálum ís bæði í framkomu og textagerð en það væru sannarlega mörk á milli listar og áróðurs. Listin varpaði fram spurningum sem enn séu kannski ekki svör við. Í laginu Hatrið mun sigra séu dregin upp þemu sem snerti alla heimsbyggðina og eigi vel við í dag. Ekki aðeins í Ísrael heldur í gjörvöllum heiminum. Matthías segir að krafan um skýrleika sé mun eindregnari í Ísrael en á Íslandi. Þar sé mun meira rými fyrir margræðni og kaldhæðni. Klemens tók þá til máls og sagði frá tilurð lagsins. „Konseftið fæddist þegar við vorum að snæða dögurð á Íslandi og ræddum um uppgang popúlisma og hvað við gætum gert til að hafa áhrif. Við ræddum um aðskilnaðinn, hatrið og hið erfiða ástand sem virðist vera alls staðar í heiminum. Við berjumst fyrir friði, samfélaginu og samheldni.“ Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins, greip boltann á lofti og lýsti því hvernig almenningsálitið á Íslandi hefði breyst frá því lagið kom fyrst fram. Lagið olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu og textinns sér í lagi. Söngvakeppni sjónvarpins væri fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Það hafi síðan reynst afar athyglisvert þegar íslensk börn greindu frá sínum skilningi á lagatextanum og reyndu jafnvel að hughreysta ömmur sínar vegna lagsins. Inntak lagatextans væri einfaldlega það að ef við hlúum ekki að ástinni þá muni hatrið sigra. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Það var stutt á milli æfingu Hatara á stóra sviðinu í Tel Aviv og blaðamannafundar sem var á dagskrá hjá hljómsveitinni og föruneyti hennar. Það varð til þess að Klemens Hannigan, annar tveggja söngvara Hatara, lenti í smávæglegum vandæðum þegar hann reyndi að klæða sig úr sviðsbúningnum og í þægilegri föt því hann komst að því að annað eistað hékk út úr þvengnum sem hann var í. „Annað eistað hékk úti!“ Klemens greindi frá þessari uppákomu á blaðamannafundinum og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. Spyrillinn spurði hvað hann hefði eiginlega gert í framhaldinu og þá svaraði Klemens jafnóðum „Nú, ég klæddi mig augljóslega úr þvengnum“. „Og líður þér betur núna?“ spurði spyrillinn. „Miklu,“ svaraði Klemens. Þegar búið var að útkljá stóra nærbuxnamálið var opnað fyrir spurningar úr sal en íslenskur blaðamaður sagðist hafa frétt af því að þeir væru með heimildarmynd í bígerð og spurði hljómsveitarmeðlimi nánar út í þær sögusagnir. Klemens og Matthías Tryggvi Haraldsson sögðu að þeir væru vissulega gera heimildarmynd um Eurovision ævintýrið og veru þeirra í Ísrael. Söguþráður heimildarmyndarinnar teiknaðist í raun upp með hverjum deginum sem liði úti í Tel Aviv. „Við höfum rætt við fjölda fólks sem er héðan; bæði palestínska og ísraelska listamenn. Það hefur virkilega vakið okkur til meðvitundar og jafnvel vakið með okkur von,“ sagði Matthías um hið eldfima ástand sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Blaðamaður frá Ísrael spurði liðsmenn Hatara hversu erfitt það væri að skrifa andófslag án þess þó að það yrði of pólitískt eða opinskátt. Matthías svaraði því til að vissulega væru þau á hálum ís bæði í framkomu og textagerð en það væru sannarlega mörk á milli listar og áróðurs. Listin varpaði fram spurningum sem enn séu kannski ekki svör við. Í laginu Hatrið mun sigra séu dregin upp þemu sem snerti alla heimsbyggðina og eigi vel við í dag. Ekki aðeins í Ísrael heldur í gjörvöllum heiminum. Matthías segir að krafan um skýrleika sé mun eindregnari í Ísrael en á Íslandi. Þar sé mun meira rými fyrir margræðni og kaldhæðni. Klemens tók þá til máls og sagði frá tilurð lagsins. „Konseftið fæddist þegar við vorum að snæða dögurð á Íslandi og ræddum um uppgang popúlisma og hvað við gætum gert til að hafa áhrif. Við ræddum um aðskilnaðinn, hatrið og hið erfiða ástand sem virðist vera alls staðar í heiminum. Við berjumst fyrir friði, samfélaginu og samheldni.“ Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins, greip boltann á lofti og lýsti því hvernig almenningsálitið á Íslandi hefði breyst frá því lagið kom fyrst fram. Lagið olli miklu fjaðrafoki í samfélaginu og textinns sér í lagi. Söngvakeppni sjónvarpins væri fyrst og fremst fjölskylduskemmtun. Það hafi síðan reynst afar athyglisvert þegar íslensk börn greindu frá sínum skilningi á lagatextanum og reyndu jafnvel að hughreysta ömmur sínar vegna lagsins. Inntak lagatextans væri einfaldlega það að ef við hlúum ekki að ástinni þá muni hatrið sigra.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15 Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00 Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
FÁSES fylgist með æfingu Hatara í beinni útsendingu úr blaðamannahöllinni Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld í Tel Aviv í dag. 9. maí 2019 12:15
Mikið undir hjá Hatara í Tel Aviv í dag Það dregur til tíðinda í dag þegar Hatari stígur á svið á seinni sviðsæfingu sinni fyrir undanúrslitin á þriðjudagskvöld. 9. maí 2019 09:00
Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem Fram undan er langur og strangur dagur fyrir meðlimi hljómsveitarinnar Hatara. Æft verður stíft í Expo-höllinni í Tel Avív í Ísrael. 9. maí 2019 06:15