Lífið

Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá seinni æfingu Hatara í dag.
Frá seinni æfingu Hatara í dag. eurovision
Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra.

Æfingin gekk vel að sögn FÁSES-liða í blaðamannahöllinni í Tel Aviv og kom fljótlega í ljós að Einar trommugimpið var búinn að losa sig við svipurnar sem sáust á síðustu æfingu og var gamla góða sleggjan kominn aftur í hendurnar á Einari Hrafni Stefánssyni.

Klemens Hannigan virtist standa sig vel í falsettunni en Hatari fer yfir lagið í þrígang á sviðinu. Töluverðar breytingar voru gerðar á myndvinnslunni í atriðinu í þessu rennsli.

Ísak Dimitris Pálmason og Laufey Helga Guðmundsdóttir fóru yfir rennslin í beinni útsendingu á Facebook-síðu FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, eins og fylgjast má mér hér að neðan.

Sleggjan sést í myndbandinu hér fyrir neðan sem aðdáandi tók af æfingunni utan úr sal í dag.

Uppfært klukkan 16. Hér að neðan má sjá stutt myndband af æfingunni í dag sem aðstandendur Eurovision sendu frá sér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×