Ísraelar nálægt Gaza fá frítt á Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 14:00 Eurovision er fyrirferðamikið í Tel Aviv þessa dagana. EPA/ABIR SULTAN Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Ríkisútvarp Ísraels mun bjóða íbúum í suðurhluta Ísraels á undanúrslitakvöld og æfingarnar í aðdraganda Eurovision-söngvakeppninnar, þeim að kostnaðarlausu. Ætlunin er að sýna stuðning með þeim samfélögum Ísraela sem urðu hvað verst úti í flugskeytaárásum síðustu helgar. Öll þau sem búa í um 40 kílómetra fjarlægð frá Gaza-svæðinu munu geta nálgast ókeypis miða á viðburðina. Þó svo að yfirskrift miðagjafarinnar sé samstaða með íbúum suðurhlutans setja greinendur ísraelskra miðla hana í samhengi við miðasöluvandræði ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að selst hafi upp á úrslitakvöldið 18. maí eru ennþá 2000 miðar óseldir á fyrra undankvöldið, sem fram fer á þriðjudag í næstu viku. Þessi staða er sögð fordæmalaus í sögu Eurovision, aldrei áður hafa jafn margir miðar verið óseldir svo stuttu fyrir keppnina. Miðasalan á æfingarnar tvær fyrir hvort undankvöldið hafa gengið ennþá verr. Átök helgarinnar voru þau mestu í áraraðir. 25 Palestínumenn og fjórir Ísraelsmenn féllu í átökunum, Ísraelsher segir að 690 eldflaugum og sprengjum hafi verið skotið að suðurhluta Ísrael og þar af hafi 240 verið skotnar niður. Á móti segjast Ísraelsmenn hafa gert árásir á 350 skotmörk á Gasa. Stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé á mánudag. Eftir töluverðar vangaveltur er jafnframt komið á hreint að poppdrottningin Madonna mun stíga á svið á úrslitunum, laugardagskvöldið 18. maí. Ísraelskir miðlar segja að hún muni taka tvö lög; eitt sígilt og hitt af nýrri plötu söngkonunnar. Ætlað er að hún muni flytja ofursmellinn Like a Prayer, sem gerði allt vitlaust undir lok níunda áratugarins, og lagið Future sem hún gerði með rapparanum Quavo úr Migos. Lagið verður á plötunni Madame X sem Madonna hyggst gefa út í sumar.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34 Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Ætla að tryggja að andstæðingar Ísraels skemmi ekki Eurovision Munu meina öllum inngöngu sem hafa það í hyggju. 7. maí 2019 11:34
Herinn varar við stríði á Gaza verði ekki gerðar breytingar Á blaðamannafundi í dag sögðu forsvarsmenn hersins að ríkisstjórn Ísrael ætti að vinna að vopnahléi til langs tíma. 6. maí 2019 23:00
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19