Hafnar tölum um efnahagsskaða - orkan selst ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2012 19:00 Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann." Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Virkjanastopp sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun þýðir að hagvöxtur verður 4-6% minni en ella og Ísland verður af fimm þúsund ársverkum, að mati greiningarfyrirtækis, sem reiknar með 270 milljarða króna fjárfestingatapi. Á Alþingi í dag sagði iðnaðarráðherra þessar tölur byggðar á veikum grunni. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til þess í fyrirspurn að greiningarfyrirtækið GAMMA hefði birt þá niðurstöðu í gær að samfélagið yrði af gríðarlegum fjárfestingum næstu fjögur ár vegna tafa á framkvæmdum, sem ríkisstjórnin boðar í rammaáætlun; 120 milljörðum í orkumannvirkjum og 150 milljörðum í orkufrekum iðnaði og afleiddum störfum. "Þetta eru tæpir 300 milljarðar, virðulegi forseti, og um fimm þúsund ársstörf á næstu fjórum árum, samkvæmt skýrslu GAMMA," sagði Jón. Hann spurði Oddnýju Harðardóttur iðnaðarráðherra hvort hún hefði gert sér grein fyrir þessum afleiðingum og hvort hún myndi bregðast við þeim. Oddný svaraði með því að draga þær forsendur í efa að biðflokkur þýddi fjögurra ára bið og að orkan myndi seljast. "Eins og menn þekkja hefur enginn orkusamningur verið gerður frá hruni," sagði Oddný. Jón sagði að fyrir lægi yfirlýsing Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að biðflokkur þýddi minnst fjögurra ára bið. "Þessi málflutningur stenst því ekki skoðun. Það að Landsvirkjun geti ekki selt er í algjöru ósamræmi við þær upplýsingar sem við fáum frá Íslandsstofu, Landsvirkjun og öðrum þeim sem fjalla um þessi mál gagnvart áhugasömum erlendum kaupendum," sagði Jón. Hann ítrekaði spurninguna til Oddnýjar en fékk svipað svar. „Það er mikil umframorka til í kerfinu nú þegar sem ekki hefur tekist að selja. Landsvirkjun hefur sem kunnugt er ekki tekist að selja orku frá norðaustursvæðinu þótt margir hafi lýst yfir áhuga og séu í viðræðum við félagið," sagði Oddný og bætti við: "Sú niðurstaða sem fyrirtækið GAMMA kemst að er byggð á veikum grunni og er ekki í takt við raunveruleikann."
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira