Farþegar WOW strandaglópar á Írlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2018 06:15 Farþegar vörðu alls um 5 klukkustundum á flugvellinum í Shannon, áður en þeim var loks komið fyrir á hóteli í hálftíma fjarlægð. WOW Air Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Farþegar í flugi WOW Air frá Barcelona til Keflavíkur furða sig á takmarkaðri upplýsingagjöf frá flugfélaginu. Þeir eru nú strandaglópar í Shannon á Írlandi og gera ekki ráð fyrir að koma til Íslands fyrr en í kvöld, um sólarhring eftir að ferðalag þeirra hófst. Upplýsingafulltrúi WOW segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma farþegum til síns heima. Í samtali við Vísi segir einn farþegi vélarinnar, sem ekki vill láta nafn síns getið, að vélinni hafi verið beint til Írlands eftir um tveggja klukkustunda flug. Lagt var af stað frá Barcelona klukkan 21:20 að íslenskum tíma og fyrirhugað var að lenda í Keflavík um kl. 01:40 í nótt. Flugmaður vélarinnar hafi tjáð farþegum að ástæðan fyrir útúrdúrnum væri þykk þoka í Keflavík, skyggnið væri svo lítið að ekki væri talið óhætt að lenda vélinni. Farþeginn bendir blaðamanni á að sú skýring haldi varla vatni. Önnur vél WOW Air, sem flaug frá Varsjá í Póllandi, lenti í Keflavík um klukkan 01:40 - sama tíma og fyrirhugað var að lenda vélinni frá Barcelona. Ekki er að sjá á vef Keflavíkurflugvallar að öðrum vélum hafi þurft að vísa frá Keflavík vegna þoku - aðeins fluginu frá Barcelona, sem nú hefur verið aflýst. Þegar til Shannon var komið þurftu farþegar að bíða í vélinni í um þrjár klukkustundir áður en þeim var hleypt inn í flugstöðina. Þegar farþegar bentu áhafnarmeðlimum á að aðrar vélar virtust hafa geta lent í Keflavík, þrátt fyrir meinta þoku, var þeim tjáð að viðkomuna á Írlandi mætti í raun rekja til eldsneytisskorts. Ákveðið hafi verið að lenda í Shannon til að fylla á tank vélarinnar. Þessa stundina eru starfsmenn vallarins í óðaönn við að flytja farþega á hótel í Limerick og ætlað er að þeir verði komnir inn á herbergi um klukkan 07:00. Þeir gera ekki ráð fyrir öðru en að dvelja þar næstu 10 tímana hið minnsta, enda þarf áhöfn vélarinnar að uppfylla lögbundinn hvíldartíma. Farþegar vélarinnar sem Vísir hefur rætt við eru argir vegna samskiptanna við flugfélagið, en þeir lýsa upplýsingagjöfinni sem „lélegri og misvísandi.“Aðstæður geti breyst hratt Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir í tölvupósti til Vísis að það hafi verið ákvörðun flugstjórans að lenda ekki í Keflavík. Ástæðan hafi verið þoka og undirstrikar Svanhvít að aðstæður geti breyst mjög hratt. Öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og því hafi flugstjórinn ekki viljað hætta á lendingu í Keflavík. Svanhvít segir jafnframt að WOW vinni nú „hörðum höndum að því að koma farþegum til landsins.“ Í tilkynningu WOW Air til farþega sem send var á tíunda tímanum í morgun kemur fram að reiknað sé með því að flugvélin fari í loftið klukkan 16:30 að staðartíma í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 09:43 eftir tilkynningu WOW Air til farþega.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira