Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 14:15 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00