Frekari launalækkanir á Landspítala Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 11:30 Fundað var með starfsfólki Landspítalans í Skaftahlíð í vikunni þar sem því var tjáð frá yfrivofandi kjarabreytingum. Vísir/vilhelm Starfsfólki hinna ýmsu stoðeininga á Landspítala verður gert að taka á sig launalækkun. Fundað var með starfsfólki í vikunni þar sem því var tjáð að ætlunin sé að segja upp núverandi ráðningarsamningum þeirra og gera nýjan til eins árs. Vonir standi til að samningagerðinni verði lokið fyrir mánaðamót og að nýir ráðningarsamningar, sem fela í sér allt að 3,5 prósenta launalækkun, taki gildi að loknum samningsbundnum uppsagnarfresti. Uppsögn samningsins er einhliða og upplifir starfsfólk sem fréttastofa hefur rætt við þetta sem hótun. Samningsbreytingarnar eru enn ein birtingarmynd aðgerða sem yfirstjórn Landspítala hefur ráðist í til að taka á rekstrarhalla spítalans. Ferlið hófst í upphafi síðasta árs og hefur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir; ráðist var í uppsagnir síðastliðið haust, umsamdir yfirvinnutímar voru teknir af læknum, laun yfirstjórnenda voru lækkuð og felldur niður vaktaálagsauki hjá hjúkrunarfræðingum. Sjá einnig: Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í lok síðasta árs um aðgerðirnir sem sættu nokkurri gagnrýni. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt að ekki hafi verið komist hjá því að láta aðhaldskröfu bitna á launum starfsfólks.vísir/egill Þannig var mikil ólga á meðal lækna með breytingar á ráðningarkjörum þeirra. Þeir fjölmenntu á fund í nóvember síðastliðnum þar sem þeir óskuðu frekari skýringa frá yfirstjórn Landspítalans, til að mynda hvers vegna ekki var leitað til samstarfsnefndar um kjör lækna vegna þess hve umfangsmiklar breytingarnar á kjörunum voru. „Gerir félagið alvarlegar athugasemdir við að svo var ekki gert,“ eins og sagði í bréfi Reynis Arngrímssonar, formanns Læknafélagsins, til Páls forstjóra. Einstaklingsfundir í vikunni Nú er röðin komin að hinum svokölluðu stoðeiningum spítalans, þ.e. þeim sem teljast ekki klínískar. Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, fundaði t.a.m. með starfsfólki innkaupadeildar spítalans í Skaftahlíð í upphafi vikunnar þar sem hann greindi þeim frá yfirvofandi kjarabreytingum. Fundað verður með starfsfólki einslega á næstu dögum þar sem því mun gefast færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ólafur Darri vildi ekki tjá sig um ferlið þegar eftir því var leitað. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala, segir yfirstandandi launabreytingar meðal starfsfólks stoðeininga ekki þær umfangsmestu sem spítalinn hafi gripið til á síðustu misserum. Verið sé að endurskoða samninga um fasta yfirvinnu þessa starfsfólks, um leið og samningarnir séu gerðir tímabundnir. Meira dregið af hærri launum Aðspurð segist Ásta þó ekki hafa tölulegar upplýsingar, t.a.m. um fjölda einstaklinga sem gert verður að undirrita nýjan kjarasamning eða hvað þeir mega búast við mikilli hlutfallslegri lækkun, á takteinum. Heimildir Vísis herma að launalækkunin sé að jafnaði á bilinu 0 til 3,5 prósent. Mismunurinn ráðist af ýmsum þáttum t.a.m. af því hve há laun fólks voru fyrir breytinguna. Það kemur heim og saman við svar Ástu sem segir að horft hafi verið til þess að hlífa þeim lægstlaunuðu. „Lækkunin er stigvaxandi og snertir einkum þá sem hafa hærri launin,“ segir Ásta. Nýir ráðningarsamningar taki þó ekki gildi fyrr en að samningsbundnum uppsagnarfresti liðnum, sem að jafnaði sé á bilinu 3 til 6 mánuðir. Launalækkanir starfsfólks stoðeininga spítalans munu því í fyrsta lagi taka gildi þann 1. júní næstkomandi. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Starfsfólki hinna ýmsu stoðeininga á Landspítala verður gert að taka á sig launalækkun. Fundað var með starfsfólki í vikunni þar sem því var tjáð að ætlunin sé að segja upp núverandi ráðningarsamningum þeirra og gera nýjan til eins árs. Vonir standi til að samningagerðinni verði lokið fyrir mánaðamót og að nýir ráðningarsamningar, sem fela í sér allt að 3,5 prósenta launalækkun, taki gildi að loknum samningsbundnum uppsagnarfresti. Uppsögn samningsins er einhliða og upplifir starfsfólk sem fréttastofa hefur rætt við þetta sem hótun. Samningsbreytingarnar eru enn ein birtingarmynd aðgerða sem yfirstjórn Landspítala hefur ráðist í til að taka á rekstrarhalla spítalans. Ferlið hófst í upphafi síðasta árs og hefur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir; ráðist var í uppsagnir síðastliðið haust, umsamdir yfirvinnutímar voru teknir af læknum, laun yfirstjórnenda voru lækkuð og felldur niður vaktaálagsauki hjá hjúkrunarfræðingum. Sjá einnig: Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í lok síðasta árs um aðgerðirnir sem sættu nokkurri gagnrýni. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, hefur sagt að ekki hafi verið komist hjá því að láta aðhaldskröfu bitna á launum starfsfólks.vísir/egill Þannig var mikil ólga á meðal lækna með breytingar á ráðningarkjörum þeirra. Þeir fjölmenntu á fund í nóvember síðastliðnum þar sem þeir óskuðu frekari skýringa frá yfirstjórn Landspítalans, til að mynda hvers vegna ekki var leitað til samstarfsnefndar um kjör lækna vegna þess hve umfangsmiklar breytingarnar á kjörunum voru. „Gerir félagið alvarlegar athugasemdir við að svo var ekki gert,“ eins og sagði í bréfi Reynis Arngrímssonar, formanns Læknafélagsins, til Páls forstjóra. Einstaklingsfundir í vikunni Nú er röðin komin að hinum svokölluðu stoðeiningum spítalans, þ.e. þeim sem teljast ekki klínískar. Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, fundaði t.a.m. með starfsfólki innkaupadeildar spítalans í Skaftahlíð í upphafi vikunnar þar sem hann greindi þeim frá yfirvofandi kjarabreytingum. Fundað verður með starfsfólki einslega á næstu dögum þar sem því mun gefast færi á að koma athugasemdum sínum á framfæri. Ólafur Darri vildi ekki tjá sig um ferlið þegar eftir því var leitað. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala, segir yfirstandandi launabreytingar meðal starfsfólks stoðeininga ekki þær umfangsmestu sem spítalinn hafi gripið til á síðustu misserum. Verið sé að endurskoða samninga um fasta yfirvinnu þessa starfsfólks, um leið og samningarnir séu gerðir tímabundnir. Meira dregið af hærri launum Aðspurð segist Ásta þó ekki hafa tölulegar upplýsingar, t.a.m. um fjölda einstaklinga sem gert verður að undirrita nýjan kjarasamning eða hvað þeir mega búast við mikilli hlutfallslegri lækkun, á takteinum. Heimildir Vísis herma að launalækkunin sé að jafnaði á bilinu 0 til 3,5 prósent. Mismunurinn ráðist af ýmsum þáttum t.a.m. af því hve há laun fólks voru fyrir breytinguna. Það kemur heim og saman við svar Ástu sem segir að horft hafi verið til þess að hlífa þeim lægstlaunuðu. „Lækkunin er stigvaxandi og snertir einkum þá sem hafa hærri launin,“ segir Ásta. Nýir ráðningarsamningar taki þó ekki gildi fyrr en að samningsbundnum uppsagnarfresti liðnum, sem að jafnaði sé á bilinu 3 til 6 mánuðir. Launalækkanir starfsfólks stoðeininga spítalans munu því í fyrsta lagi taka gildi þann 1. júní næstkomandi.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Tengdar fréttir Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. 8. desember 2019 17:35
Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45