Skrumskæla sannleikann og ala á ótta Hjörtur Hjartarson skrifar 15. september 2014 20:32 Uppgangur hægri flokka á Norðurlöndunum sem tala gegn fjölmenningarsamfélagi og vilja draga úr fjölda innflytjenda er greinilegur og hafa þeir fest sig þar í sessi. Flokkarnir skrumskæla sannleikann og ala á ótta til að fá fólk til liðs við sig, segir prófessor í stjórnmálafræði. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir auknum fjölda innflytjenda og mjög gagnrýnir á aðilld að Evrópusambandinu. Flokkurinn er af mörgum talinn öfgaflokkur sem eigi rætur sínar að rekja til nýnasista. Svíþjóðardemókratar margfölduðu fylgi sitt í kosningunum í gær og fengu 12,9 prósent. „Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar þeir náðu að rjúfa fjögurra prósenta þröskuldinn sem þarf til að ná inn manni á sænska þinginu fyrir fjórum árum en nú bæta þeir um betur og eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn í sænskum stjórnmálum,“ segir BaldurÞórhallsson, prófessorístjórnmálafræði viðHáskólaÍslands. Stóru flokkarnir í Svíþjóð segjast ekki ætla að vinna með Svíþjóðardemókrötum en Baldur segir að það gæti breyst þegar frá líður eins og dæmin sýna í Noregi og Danmörku. „Menn sögðust ekki vilja með norska Framfaraflokknum eða danska Þjóðarflokknum. Í dag er hinsvegar staðan sú að Framfaraflokkurinn er í norsku ríkisstjórninni og danski Þjóðarflokkurinn studdi minnihlutastjórn danskra hægrimanna í áratug og hafði mikil áhrif á stjórnarstefnuna í Danmörku.“ Þeir flokkar á Norðurlöndum sem eru af sama meiði og Svíþjóðardemókratar, danski þjóðarflokkurinn, flokkurinn Sannir Finnar og norski framfaraflokkurinn hafa allir fest sig í sessi í sínu heimalandi. Fylgistölur flokkanna sem sjá má hér eru frá síðustu kosningum. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokkana haldi áfram að vaxa, sérstaklega í Danmörku. En er ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi þessara flokka? „Það fer eftir því hvernig menn líta á þetta.“„Hvaða stimpil er hægt aðgefaþessum flokkum.“„Stundum er talað um þessa flokka sem lýðskrumsflokka vegna þess að þeir velja sér tiltekið málefni sem eru vel fallin til vinsælda hjá tilteknum hópum hverju sinni. Þeir hika þá ekki við að skrumskæla sannleikann þegar það kemur að málflutningi þeirra varðandi til dæmis málefni innflytjenda eða glæpi í samfélaginu og draga upp mjög dökkar myndir af því sem er að gerast og reyna jafnvel að ýta undir hræðsluáróður til að fá fólk til liðs við sig,“ segir Baldur. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Uppgangur hægri flokka á Norðurlöndunum sem tala gegn fjölmenningarsamfélagi og vilja draga úr fjölda innflytjenda er greinilegur og hafa þeir fest sig þar í sessi. Flokkarnir skrumskæla sannleikann og ala á ótta til að fá fólk til liðs við sig, segir prófessor í stjórnmálafræði. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir auknum fjölda innflytjenda og mjög gagnrýnir á aðilld að Evrópusambandinu. Flokkurinn er af mörgum talinn öfgaflokkur sem eigi rætur sínar að rekja til nýnasista. Svíþjóðardemókratar margfölduðu fylgi sitt í kosningunum í gær og fengu 12,9 prósent. „Það þótti nokkrum tíðindum sæta þegar þeir náðu að rjúfa fjögurra prósenta þröskuldinn sem þarf til að ná inn manni á sænska þinginu fyrir fjórum árum en nú bæta þeir um betur og eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn í sænskum stjórnmálum,“ segir BaldurÞórhallsson, prófessorístjórnmálafræði viðHáskólaÍslands. Stóru flokkarnir í Svíþjóð segjast ekki ætla að vinna með Svíþjóðardemókrötum en Baldur segir að það gæti breyst þegar frá líður eins og dæmin sýna í Noregi og Danmörku. „Menn sögðust ekki vilja með norska Framfaraflokknum eða danska Þjóðarflokknum. Í dag er hinsvegar staðan sú að Framfaraflokkurinn er í norsku ríkisstjórninni og danski Þjóðarflokkurinn studdi minnihlutastjórn danskra hægrimanna í áratug og hafði mikil áhrif á stjórnarstefnuna í Danmörku.“ Þeir flokkar á Norðurlöndum sem eru af sama meiði og Svíþjóðardemókratar, danski þjóðarflokkurinn, flokkurinn Sannir Finnar og norski framfaraflokkurinn hafa allir fest sig í sessi í sínu heimalandi. Fylgistölur flokkanna sem sjá má hér eru frá síðustu kosningum. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokkana haldi áfram að vaxa, sérstaklega í Danmörku. En er ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi þessara flokka? „Það fer eftir því hvernig menn líta á þetta.“„Hvaða stimpil er hægt aðgefaþessum flokkum.“„Stundum er talað um þessa flokka sem lýðskrumsflokka vegna þess að þeir velja sér tiltekið málefni sem eru vel fallin til vinsælda hjá tilteknum hópum hverju sinni. Þeir hika þá ekki við að skrumskæla sannleikann þegar það kemur að málflutningi þeirra varðandi til dæmis málefni innflytjenda eða glæpi í samfélaginu og draga upp mjög dökkar myndir af því sem er að gerast og reyna jafnvel að ýta undir hræðsluáróður til að fá fólk til liðs við sig,“ segir Baldur.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira