LA Galaxy nýtir sér "Beckham-regluna" 11. janúar 2007 21:08 NordicPhotos/GettyImages Sparkspekingar og íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett stórt spurningamerki við það hvernig félag í þessari litlu grein á Bandaríkjamarkaði fari að því að greiða knattspyrnumanni 250 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Þau 13 lið sem spila í úrvalsdeildinni, MLS, í Bandaríkjunum eru þannig hvert og eitt með launaþak upp á litlar 2,1 milljón dollara á ári fyrir 18 manna leikmannahóp. Þó aðeins örlítið brot tekna Beckham komi í formi hefðbundinna launa, er maður sem var með 7,7 milljónir dollara í laun hjá Real Madrid auðvitað líklegur til að sprengja þann skala. Við þessu hefur verið brugðist í deildinni með því að koma á fót undantekningu á launaþaksreglunni sem kölluð er "Beckham-reglan" - regla sem gerir hverju félagi kleift að greiða einum leikmanni óháð launaþakinu. Spilar fyrir lúsalaun "Meginþorri þeirra tekna sem Beckham vinnur sér inn á samningstímanum eru óháðar samningi hans sem leikmaður LA Galaxy, " sagði Ivan Gazidis, næstæðsti maður MLS deildarinnar. "Mestur peningurinn kemur frá umboðsskrifstofu leikmannsins og frá auglýsingasamningum sem koma deildinni ekkert við. Það er greinilega mál manna hjá fyrirtæki þeirra (Beckham-hjóna) að koma þeirra til Bandaríkjanna geti þýtt mikla tekjuaukningu í kring um sölu á ýmsum varningi tengdum Beckham og það nær langt út fyrir knattspyrnuna," sagði Gazidiz. Beckham-hjónin í raunveruleikasjónvarp? Gazidiz var svo spurður að því hvernig hann teldi að Beckham næði að vinna sér inn þessa gríðarlegu fjárhæð á samningstímanum. "Vegur knattspyrnunnar hér í landi hefur nú verið ansi grýttur hingað til, svo maður setur auðvitað spurningamerki við þessar tölur. Ætli hann skelli sér ekki bara í raunveruleikasjónvarpið. Sú staðreynd að ég myndi þekkja hann á skjánum þó hann hafi aldrei spilað í Bandaríkjunum segir sína sögu um það hve stórt nafn hann er - og í raun er hann stærra nafn en fótboltinn sjálfur." Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Sparkspekingar og íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir sett stórt spurningamerki við það hvernig félag í þessari litlu grein á Bandaríkjamarkaði fari að því að greiða knattspyrnumanni 250 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Þau 13 lið sem spila í úrvalsdeildinni, MLS, í Bandaríkjunum eru þannig hvert og eitt með launaþak upp á litlar 2,1 milljón dollara á ári fyrir 18 manna leikmannahóp. Þó aðeins örlítið brot tekna Beckham komi í formi hefðbundinna launa, er maður sem var með 7,7 milljónir dollara í laun hjá Real Madrid auðvitað líklegur til að sprengja þann skala. Við þessu hefur verið brugðist í deildinni með því að koma á fót undantekningu á launaþaksreglunni sem kölluð er "Beckham-reglan" - regla sem gerir hverju félagi kleift að greiða einum leikmanni óháð launaþakinu. Spilar fyrir lúsalaun "Meginþorri þeirra tekna sem Beckham vinnur sér inn á samningstímanum eru óháðar samningi hans sem leikmaður LA Galaxy, " sagði Ivan Gazidis, næstæðsti maður MLS deildarinnar. "Mestur peningurinn kemur frá umboðsskrifstofu leikmannsins og frá auglýsingasamningum sem koma deildinni ekkert við. Það er greinilega mál manna hjá fyrirtæki þeirra (Beckham-hjóna) að koma þeirra til Bandaríkjanna geti þýtt mikla tekjuaukningu í kring um sölu á ýmsum varningi tengdum Beckham og það nær langt út fyrir knattspyrnuna," sagði Gazidiz. Beckham-hjónin í raunveruleikasjónvarp? Gazidiz var svo spurður að því hvernig hann teldi að Beckham næði að vinna sér inn þessa gríðarlegu fjárhæð á samningstímanum. "Vegur knattspyrnunnar hér í landi hefur nú verið ansi grýttur hingað til, svo maður setur auðvitað spurningamerki við þessar tölur. Ætli hann skelli sér ekki bara í raunveruleikasjónvarpið. Sú staðreynd að ég myndi þekkja hann á skjánum þó hann hafi aldrei spilað í Bandaríkjunum segir sína sögu um það hve stórt nafn hann er - og í raun er hann stærra nafn en fótboltinn sjálfur."
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira