Færri andlát í ár en þrjú ár þar á undan Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 09:17 Sífellt fleiri Íslendingar fara fram á að vera brenndir eftir andlát sitt. stöð 2 Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu. Andlát Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu.
Andlát Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira