Um 500 dæmi um samráð 29. október 2004 00:01 Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira