Grínistinn Helgi Steinar sagður dáinn í falsfrétt: „Ég hef alveg dáið áður, en þá oftast bara upp á sviði“ Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:30 Helgi Steinar er síður en svo dáinn, hann var ný lentur frá Benidorm þegar blaðamaður náði í hann. Skjáskot Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018 Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Grínistanum Helga Steinari Gunnlaugssyni brá heldur í brún í morgun þegar hann vaknaði og las minningargrein um sjálfan sig en í gær birtist falsfrétt á síðunni Global News sem greindi frá því að Helgi Steinar hefði látist á sjúkrahúsi í Reykjavík. Helgi segir að þetta sé hið furðulegasta mál en hann hefur ekki verið á sjúkrahúsi í mörg ár og er síður en svo dáinn. „Íslenski grínistinn Helgi Steinar dó á sjúkrahúsi í Reykjavík í dag eftir skammvinn veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans. Ekki var greint frá dánarorsök hans. Íslenski uppistandarinn var fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa fallið skyndilega til jarðar, sérfræðingar lýsa atvikinu sem hjartaáfalli,“ segir meðal annars í falsfréttinni. Helgi segir að hann hafi fengið fregnir af falsfréttinni frá breskum vini sínum í gær. „Hann hafði samband við mig á Facebook og spurði hvort það væri ekki örugglega í lagi með mig. Hann hafði þá verið að leita á netinu að dagsetningu á sýningu sem ég verð með í Bretlandi á næstunni og rakst á frétt þar sem sagði að ég hefði dáið,“ segir Helgi Steinar. Helgi hélt fyrst að vinur hans væri að stríða honum en svo sá hann falsfréttina sjálfur. „Þetta var augljóslega einhver fake-news eða click-bait síða, það var engin leið að hafa samband við neinn á síðunni,“ segir Helgi. Helgi getur engann veginn gert sér grein fyrir því hvers vegna hann hafi orðið fyrir valinu í þessari falsfrétt. „Félagar mínir úti sögðu við mig að ég væri ekki einu sinni „c-list celebrity“. Þetta er stórfurðulegt fyrir mér, ég er kannski þekktur á Íslandi en voða lítið annars staðar,“ segir Helgi Steinar. „Ég skil ekki hver hvatinn á bakvið þetta er og get ekki séð hvernig þeir eiga að geta fengið peninga út úr þessu eins og í „nígeríusvindlum“ svokölluðum. Ef einhver úr fjölskyldunni minni hefði séð þetta þá hefði dugað að hringja í mig til að afsanna þetta.“ Helgi Steinar birti skjáskot af falsfréttinni á Twitter síðu sinni og tilkynnti þar með að hann væri síður en svo dáinn. Stuttu síðar birti önnur vefsíða, Lead Stories, frétt þess efnis að hin upprunalega dánartilkynning væri fölsuð. „Þessi síða sem uppljóstraði um þetta segir að líklegast eigi þetta uppruna í Afríku því þessi sama síða hefur sagt falsfréttir um dauða afrískra forseta,“ segir Helgi Steinar.NO I'M NOT DEAD!I'm just hungover #FakeNews @edfringe @scotch_on_ice @Siggi_Palli @WhatXiSaid pic.twitter.com/IGtcPT5Ntf— Helgi Steinar (@helgistones) March 23, 2018
Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent