Boðar breytingar Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 18:30 Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira