Enski boltinn

Fulham skellti Newcastle

Berbatov spilaði í leggings í kvöld. Hann var einn í þeirri deild á vellinum.
Berbatov spilaði í leggings í kvöld. Hann var einn í þeirri deild á vellinum.
Newcastle sótti ekki gull í greipar Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn sterkari í kuldanum og unnu 2-1 sigur.

Fulham komst yfir með marki á Steve Sidwell. Skot hans fór af varnarmanni, í slána og inn. Talsverður heppnisstimpill á markinu.

Þannig stóðu leikar í hálfleik og voru það ekki góð tíðindi fyrir Newcastle. Liðið var nefnilega ekki búið að vinna 60 síðustu leiki sína þar sem það er undir í hálfleik. Síðast snéri Newcastle taflinu við í desember árið 2006.

Engu liði í deildinni hefur gengið betur að skora á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks en Newcastle. Á þeim tíma hefur liðið skorað þriðjung marka sinna. Enn eitt markið kom í kvöld er Ben Arfa skoraði með glæsilegu skoti utan teigs.

Gestirnir lifðu þó ekki lengi á þessu glæsimarki því Hugo Rodallega kom Fulham aftur yfir. Damien Duff lagði upp markið rétt eins og það fyrra. Tvær stoðsendingar hjá honum en það er einmitt sami fjölda stoðsendinga og hann var með í 68 leikjum hjá Newcastle á sínum tíma.

Fulham er enn í þrettánda sæti eftir sigurinn en Newcastle er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×