Fótbolti

Thompson á tvö glæsileg markamet

Thompson fagnar einu marka sinna.
Thompson fagnar einu marka sinna.
Ástralinn Archie Thompson er einstakur markaskorari. Hann á metið yfir flest mörk í landsleik - 13 - og hann er núna búinn að slá annað glæsilegt landsliðsmet. Þrenna á sem stystum tíma.

Hinn 34 ára gamli Thompson skoraði þrennu fyrir Ástralíu í leik gegn Guam á rétt rúmlega fimm mínútum. Enginn landsliðsmaður hefur náð álíka afreki. FIFA er búið að staðfesta metið.

Hann á því tvö glæsileg landsliðsmet. Þrettán marka leikurinn hans kom fyrir ellefu árum síðan. Þá lagði Ástralía lið amerísku samóaeyjanna 31-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×