Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:48 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, (t.v.) og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl 2020. Vísir/Vilhelm Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum