Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:48 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, (t.v.) og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl 2020. Vísir/Vilhelm Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði