Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:48 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, (t.v.) og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl 2020. Vísir/Vilhelm Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira