Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:48 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, (t.v.) og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á daglegum upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl 2020. Vísir/Vilhelm Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur varað við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins í haust eða vetur gæti orðið enn skæðari ef hún dynur á þegar flensutímabilið er í hámarki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði engan vita hvernig nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum komi til með að haga sér á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef samfélagið sé móttækilegt fyrir smit og veiran leynist einhvers staðar geti hún blossað aftur upp síðar. Stundum missi veirur þróttinn þegar á líður. „Framtíðin er óráðin hvað þessa veiru áhrærir,“ sagði Þórólfur. Sóttvarnayfirvöld væru alltaf í viðbragðsstöðu vegna nýs faraldurs og því væri ekki þörf á sérstökum viðbúnaði eða áætlun fyrir seinni bylgju kórónveirusmita á þessu ári. Yfirvöld búi að reynslunni úr faraldrinum sem nú geisar og sagðist Þórólfur búast við því að brygðist yrði svipað við gysi hann aftur upp síðar. Hvað samspil við hefðbundna inflúensu varðar sagði Þórólfur að bólusetningar fyrir flensunni verði með sama sniði og áður. Meiri ásókn hafi verið í flensusprautur undanfarin ár en ekki sé sérstakur viðbúnaður ef svo fer að kórónuveiran blossi upp aftur á sama tíma. Geta haldið smiti sem berst erlendis frá í skefjum með hegðun innanlands Þórólfur sagðist ekki fullyrt hvort væri meiri hætta á að faraldurinn blossaði aftur upp með smiti sem kæmi til landsins erlendis frá eða ef Íslendingar slökuðu á í einstaklingsbundinni hegðun sem á að hefta útbreiðsluna. Best væri ef hægt væri að fækka smitum þannig að veiran dæi út og ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af henni. Áhyggjuefni sé hins vegar að ef fáir sýkjast geti hópsýkingar komið upp aftur, annað hvort með fólki sem kemur til landsins frá útlöndum eða ef heimamenn passa sig ekki. Einstaklingsbundin hegðun skiptir þó mestu skjóti faraldurinn aftur upp kollinum. Fólk þurfi að passa hreinlæti, þvo hendur, gæta þess að vera ekki í mannmergð eða fara um allt þó að það sé með einkenni eins og Íslendingar hafi gert til þessa. „Ekki bara í sumar, ekki bara í haust heldur út þetta ár og kannski alltaf,“ sagði Þórólfur. Berist smit erlendis frá sé það einstaklingsbundin hegðun til smitvarna sem ætti að geta haldið því í skefjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira