
Innlent
Hjólaði fyrir bíl
Tíu ára drengur varð fyrir bíl á Kaplaskjólsvegi í gærkvöldi, en meiddist ekki alvarlega. Hann var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Hann mun hafa hjólað óvænt í veg fyrir bílinn. Akstursskilyrði voru ekki með besta móti á þessu svæði í gærkvöldi þar sem bílum var lagt ólöglega út um allt, vegna kappleiks á KR vellinum.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×