Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stígur Helgason skrifar 13. júlí 2013 07:00 Mennirnir tveir sem voru handteknir við Laugarvatn í fyrrakvöld voru úrskurðaðir í tólf daga gæsluvarðhald í gær. Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir. Stokkseyrarmálið Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum undanfarna daga og vikur. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögregla hefði Stefán Loga grunaðan um að hafa, í félagi við aðra, svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir nokkrum dögum og pyntað hann í borginni áður en ekið var með hann á Stokkseyri og honum misþyrmt í íbúðarhúsi þar. Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess máls á miðvikudag; húsráðandinn á Stokkseyri og 21 árs margdæmdur ofbeldismaður. Á fimmtudag gerði lögregla mikla leit á öllu Suðurlandi vegna málsins, setti upp vegartálma, leitaði í bílum og fékk aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sú leit leiddi til þess að tveir menn voru handteknir við Laugarvatn um kvöldið. Stefán sjálfur var svo handtekinn af sérsveit lögreglu í gær og verður gæsluvarðhalds yfir honum krafist í dag. Tvímenningarnir eru 21 og 22 ára og hafa báðir hlotið refsidóma. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 24. júlí. Meintur höfuðpaur í málinu, Stefán Logi Sívarsson, er margdæmdur ofbeldismaður og var nýverið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um nauðgun. Heimildir Fréttablaðsins herma að árásin á Stokkseyri sé ekki eina ofbeldisverkið sem mennirnir eru grunaðir um undanfarið, heldur séu minnst tvö önnur sambærileg mál, sem varða frelsissviptingu og líkamsárás, til rannsóknar. Stokkseyrarárásin hafi þó verið sérstaklega hrottafengin, þar hafi vopnum verið beitt og þolandinn verið mjög illa leikinn á eftir.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira