Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 13. júlí 2013 18:53 Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær. Stokkseyrarmálið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira