Erlent

22 nú látnir eftir árásina í Nova Scotia

Atli Ísleifsson skrifar
Morðinginn, kanadískur karlmaður á sextugsaldri, framdi morðin á fjórtán klukkustunda tímabili og talið er að hann hafi þekkt nokkur fórnarlambanna.
Morðinginn, kanadískur karlmaður á sextugsaldri, framdi morðin á fjórtán klukkustunda tímabili og talið er að hann hafi þekkt nokkur fórnarlambanna. Getty

22 eru nú staðfestir látnir eftir mannskæðustu skotárás í sögu Kanada, sem gerð var í dreifbýli í Nova Scotia aðfaranótt sunnudags, eftir að lögregla fann fleiri lík í brunarústum sem morðinginn skildi eftir sig. Áður hafði verið gefið út að nítján hefðu fallið í árásinni.

Morðinginn, kanadískur karlmaður á sextugsaldri, framdi morðin á fjórtán klukkustunda tímabili og talið er að hann hafi þekkt nokkur fórnarlambanna. Hann dulbjó sig sem lögreglumann og ók bíl sem útbúinn var eins og lögreglubíll.

Þá kveikti hann um fimm elda í heimilum fórnarlamba sinna og það hefur tekið lögreglu nokkra daga að kemba brunarústirnar.

Morðinginn var að endingu skotinn til bana í átökum við lögreglu.


Tengdar fréttir

Skaut á vegfarendur klæddur í lögreglubúning

Karlmaður í bænum Portapique í Novia Scotia í Kanada hefur verið handtekinn grunaður um að hafa skotið á fjölda fólks í bænum skömmu fyrir miðnætti í gær að staðartíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×