Erlent

Leyniskjöl sýna hvar eiturvopnum var fargað undan ströndum Noregs

Höskuldur Kári Schram skrifar
Winston Churchill, Franklin D. Roosevelt og Jósef Stalín á Jalta ráðstefnunni 1945
Winston Churchill, Franklin D. Roosevelt og Jósef Stalín á Jalta ráðstefnunni 1945
Bandaríkjamenn og Bretar notuðu hafsvæði við Noregi til að losa sig eiturefnavopn eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þetta sýna leyniskjöl sem nú hafa fundist en greint er frá málinu á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.

Í skjölunum kemur fram að Bandaríkjamenn og Bretar gerðu með sér samkomulag eftir stríðslok um að halda því leyndu í fimmtíu ár hvar vopnunum var fargað en samkomulagið var framlengt um tuttugu ár árið 1997.

Norðmenn hafa lengi vitað að slík vopn væri að finna í skipum og flugvélum sem var sökkt undan ströndum landins en illa hefur gengið að kortleggja staðina. Leyniskjölin munu hins vegar gera það að verkum að auðveldara verður fyrir norsk stjórnvöld að ganga í það verk og farga vopnunum endanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×