Erlent

Ætlar ekki að segja af sér

Höskuldur Kári Schram skrifar
Yingluck Shinawatra forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að verða við kröfum mótmælenda þar í landi og láta af embætti fyrir boðaðar þingkosningar í febrúar á næsta ári.

Þetta kom fram í máli Shinawatra í sjónvarpsviðtali í morgun. Stjórnarkreppa ríki í landinu eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar létu af þingmennsku á sunnudag í kjölfar mikilla mótmæla. Mótmælendur hafa krafist þess að Shinawatra segi af sér og í staðin verði skipað þjóðarráð til að stjórna landinu fram að kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×