„Hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela“ Kristján Hjálmarsson skrifar 10. desember 2013 11:34 Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Mynd/Vilhelm „Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels