Tveir af hverjum þremur vilja að Hanna Birna hætti Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir segir það ekki koma á óvart að andstæðingar ríkisstjórnarinnar vilji hana burt. Sextíu og sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embættinu. 33 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Séu svörin skoðuð í heild kemur fram að 53% aðspurðra telja að Hanna Birna ætti að segja af sér. 26% telja að hún eigi ekki að segja af sér en 21% voru óákveðnir í afstöðu sinni. Séu niðurstöður skoðaðar eftir stjórnmálaflokkum sést að 51% framsóknarmanna sem afstöðu taka vilja að hún segi af sér og 45% sjálfstæðismanna. 86% stuðningsmanna Bjartrar framtíðar vilja að hún segi af sér, 83% stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 88% stuðningsmanna VG og 90% stuðningsmanna Pírata. „Það kemur ekkert á óvart að andstæðingar ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins telji að ég eigi að gera eitthvað annað en að vera í póltík. Undanfarnir dagar hafa verið mjög erfiðir og umræðan óvægin og erfið og ég held að þetta endurspegli það,“ sagði Hanna Birna þegar niðurstöðurnar voru bornar undir hana í gærkvöldi. Spurt var: Finnst þér að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi að segja af sér embætti innanríkisráðherra? Svarmöguleikarnir voru Já, nei, óákveðinn og svara ekki. Hringt var í 1.056 manns þar til náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Sextíu og sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embættinu. 33 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Séu svörin skoðuð í heild kemur fram að 53% aðspurðra telja að Hanna Birna ætti að segja af sér. 26% telja að hún eigi ekki að segja af sér en 21% voru óákveðnir í afstöðu sinni. Séu niðurstöður skoðaðar eftir stjórnmálaflokkum sést að 51% framsóknarmanna sem afstöðu taka vilja að hún segi af sér og 45% sjálfstæðismanna. 86% stuðningsmanna Bjartrar framtíðar vilja að hún segi af sér, 83% stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 88% stuðningsmanna VG og 90% stuðningsmanna Pírata. „Það kemur ekkert á óvart að andstæðingar ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins telji að ég eigi að gera eitthvað annað en að vera í póltík. Undanfarnir dagar hafa verið mjög erfiðir og umræðan óvægin og erfið og ég held að þetta endurspegli það,“ sagði Hanna Birna þegar niðurstöðurnar voru bornar undir hana í gærkvöldi. Spurt var: Finnst þér að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi að segja af sér embætti innanríkisráðherra? Svarmöguleikarnir voru Já, nei, óákveðinn og svara ekki. Hringt var í 1.056 manns þar til náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira