Lofar fjörugum aðalfundi DV Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Reynir Traustason, ristjóri, stjórnarmaður og einn eiganda DV, segist eingöngu víkja á eðlilegum forsendum. vísir/stefán Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins. Með nýrri stjórn er hægt að ráða nýjan framkvæmdastjóra félagsins og þar með nýjan ritstjóra. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður DV, skrifaði leiðara fyrr í vikunni þar sem kom fram að Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformaður DV, reyni að ná meirihluta í hlutahópi DV og telur blaðamaður forsendur fyrir yfirtöku ekki faglegar heldur snúist þær um valda- og áhrifakaup. „Já, ég get lofað þér að það verður fjörugt á fundinum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, en Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi félagsins, hefur opinberlega lýst því yfir að hann vilji að „mannorðsmorðingjanum“ Reyni verði komið frá. „Við ritstjórnin erum mjög samstíga að standa af okkur aðför Björns. Við dauðskömmumst okkar fyrir að hafa þennan mann í hluthafahópnum en við ætlum að mæta honum,“ segir Reynir sem segist vera þrælbrattur og alveg til í að víkja ef vilji er fyrir því en það verði að vera á eðlilegum forsendum. „Fjölmiðlar eiga að fá sem mestan frið frá peningavaldinu en á endanum eru það náttúrulega peningarnir sem tala,“ segir Reynir og bætir við að ýmislegt geti komið á óvart á fundinum í dag. Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins. Með nýrri stjórn er hægt að ráða nýjan framkvæmdastjóra félagsins og þar með nýjan ritstjóra. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður DV, skrifaði leiðara fyrr í vikunni þar sem kom fram að Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformaður DV, reyni að ná meirihluta í hlutahópi DV og telur blaðamaður forsendur fyrir yfirtöku ekki faglegar heldur snúist þær um valda- og áhrifakaup. „Já, ég get lofað þér að það verður fjörugt á fundinum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, en Björn Leifsson, eigandi World Class og nýr hluthafi félagsins, hefur opinberlega lýst því yfir að hann vilji að „mannorðsmorðingjanum“ Reyni verði komið frá. „Við ritstjórnin erum mjög samstíga að standa af okkur aðför Björns. Við dauðskömmumst okkar fyrir að hafa þennan mann í hluthafahópnum en við ætlum að mæta honum,“ segir Reynir sem segist vera þrælbrattur og alveg til í að víkja ef vilji er fyrir því en það verði að vera á eðlilegum forsendum. „Fjölmiðlar eiga að fá sem mestan frið frá peningavaldinu en á endanum eru það náttúrulega peningarnir sem tala,“ segir Reynir og bætir við að ýmislegt geti komið á óvart á fundinum í dag.
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00 Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22
Segir að Reynir hafi ekki gert samstarfsmönnum rétt grein fyrir stöðu mála "Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“ 27. ágúst 2014 20:00
Reynir reiknar með að hætta á DV á föstudag Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg. 27. ágúst 2014 13:27