„Þetta hlýtur að enda með ósköpum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 18:43 Reynir Traustason, ritstjóri DV. vísir/stefán „Þetta hlýtur að enda með ósköpum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, en aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga. Fundurinn hófst klukkan 15 í dag á Hótel Natura. „Þú ert með menn innanborðs eins og Björn í World Class sem er þegar búinn að kosta DV meira en hálfa milljón á mánuði vegna áskriftarflótta og áskrifendur okkar eru æfir. Vilja ekki kaupa blað sem þessi maður er eigandi af. Yfir hundrað áskrifendur eru þegar búnir að segja upp,“ segir Reynir.Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur.Tóku ársreikning ekki til endurskoðunar Mikil átök hafa verið undanfarnar vikur varðandi eignarhald á útgáfufélagi DV en aðalfundur félagsins fór fram í dag. Björn Leifsson, jafnan kenndur við líkamsræktarstöðina World Class, keypti rúmlega 4 prósenta hlut í félaginu í gegnum einkahlutafélagið Laugar ehf. Hann og Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformanni DV, hafa lýst því fyrir að þeir ætli að velta Reyni Traustasyni úr ritstjórastólnum. Þá ganga ásakanir á víxl meðal deiluaðila en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns, telur nauðsynlegt að Reynir víki frá störfum. „Á stjórnarfundi í morgun sýndi Reynir Traustason betur en aldrei fyrr hvaða mann hann hefur að geyma. Það er þannig að í júní í sumar þá samþykkti stjórn DV ehf. ársreikning og stjórnarmenn undirrituðu hann allir. Framkvæmdastjórn félagsins, Jón Trausti Reynisson, mun hafa gert einhverjar athugasemdir við þann ársreikning en stjórnin tók aldrei ársreikninginn til endurskoðunar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar. „Reynir misnotaði stöðu sína sem stjórnarmaður til að ná fram fullu vægi atkvæða sinna.“Ritstjórinn óttast ekkert Reynir segir þessi átök um eignarhald ekki hafa áhrif á ritstjórn blaðsins og óttast ekki um ritstjórastöðu sína. „Ég óttast ekki neitt og er alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara. Ég er alveg til í að vera áfram og halda áfram, en það breytir ekki því að ég er til í að yfirgefa skútuna ef það er vilji fyrir því. En ég hef þá tilfinningu að þetta ástand sé ekki gott til framtíðar,“ segir Reynir að lokum. Starfsmenn DV ehf. hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins og lýsa þau því sem tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar það eru sem fjármagna kaupin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsmannafélags DV þann 15. ágúst. Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn Guðnason sem reynir að kaupa meirihluta í DV. 29. ágúst 2014 15:21 Aðalfundi DV frestað um viku Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins. 29. ágúst 2014 18:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
„Þetta hlýtur að enda með ósköpum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, en aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga. Fundurinn hófst klukkan 15 í dag á Hótel Natura. „Þú ert með menn innanborðs eins og Björn í World Class sem er þegar búinn að kosta DV meira en hálfa milljón á mánuði vegna áskriftarflótta og áskrifendur okkar eru æfir. Vilja ekki kaupa blað sem þessi maður er eigandi af. Yfir hundrað áskrifendur eru þegar búnir að segja upp,“ segir Reynir.Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingur.Tóku ársreikning ekki til endurskoðunar Mikil átök hafa verið undanfarnar vikur varðandi eignarhald á útgáfufélagi DV en aðalfundur félagsins fór fram í dag. Björn Leifsson, jafnan kenndur við líkamsræktarstöðina World Class, keypti rúmlega 4 prósenta hlut í félaginu í gegnum einkahlutafélagið Laugar ehf. Hann og Þorsteinn Guðnason, fyrrverandi stjórnarformanni DV, hafa lýst því fyrir að þeir ætli að velta Reyni Traustasyni úr ritstjórastólnum. Þá ganga ásakanir á víxl meðal deiluaðila en Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns, telur nauðsynlegt að Reynir víki frá störfum. „Á stjórnarfundi í morgun sýndi Reynir Traustason betur en aldrei fyrr hvaða mann hann hefur að geyma. Það er þannig að í júní í sumar þá samþykkti stjórn DV ehf. ársreikning og stjórnarmenn undirrituðu hann allir. Framkvæmdastjórn félagsins, Jón Trausti Reynisson, mun hafa gert einhverjar athugasemdir við þann ársreikning en stjórnin tók aldrei ársreikninginn til endurskoðunar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar. „Reynir misnotaði stöðu sína sem stjórnarmaður til að ná fram fullu vægi atkvæða sinna.“Ritstjórinn óttast ekkert Reynir segir þessi átök um eignarhald ekki hafa áhrif á ritstjórn blaðsins og óttast ekki um ritstjórastöðu sína. „Ég óttast ekki neitt og er alveg sáttur við að fara ef ég þarf að fara. Ég er alveg til í að vera áfram og halda áfram, en það breytir ekki því að ég er til í að yfirgefa skútuna ef það er vilji fyrir því. En ég hef þá tilfinningu að þetta ástand sé ekki gott til framtíðar,“ segir Reynir að lokum. Starfsmenn DV ehf. hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins og lýsa þau því sem tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku, þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvaða aðilar það eru sem fjármagna kaupin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsmannafélags DV þann 15. ágúst.
Tengdar fréttir Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56 Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22 Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00 Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14 Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn Guðnason sem reynir að kaupa meirihluta í DV. 29. ágúst 2014 15:21 Aðalfundi DV frestað um viku Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins. 29. ágúst 2014 18:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Hafnar ritstjórastöðu hjá DV Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu. 27. ágúst 2014 17:56
Blaðamenn DV harma orð Björns Leifssonar Blaðamenn DV segja orð Björns benda til þess að hann sé gagngert að kaupa hlutabréf í DV til að stuðla að því að nýr ritstjóri verði ráðinn til blaðsins. 27. ágúst 2014 16:22
Lofar fjörugum aðalfundi DV Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins 29. ágúst 2014 07:00
Kaupir hlut í DV og vill Reyni út Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. 26. ágúst 2014 23:14
Hluthafafundur DV hafinn: Þorsteinn lofar frelsi og Reynir einhverju óvæntu Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn Guðnason sem reynir að kaupa meirihluta í DV. 29. ágúst 2014 15:21
Aðalfundi DV frestað um viku Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga félagsins. 29. ágúst 2014 18:05