Vilhjálmur og Phoenix þungorðir í BAFTA-ræðum sínum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:09 Vilhjálmur Bretaprins og Joaquin Phoenix ræða hér saman á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Vísir/getty Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020. BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og leikarinn Joaquin Phoenix nýttu báðir tækifærið við ræðuhöld á BAFTA-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og lýstu yfir óánægju með einsleitan hóp þeirra sem tilnefndir voru. Slík gagnrýni hefur reglulega skotið upp kollinum í kringum verðlaunahátíðir í skemmtanaiðnaðinum undanfarin ár, þar sem hlutdeild hvítra karlmanna hefur þótt óeðlilega mikil. Breska kvikmyndaakademían stendur að BAFTA-verðlaununum ár hvert. Þau voru afhent í 73. skipti í Lundúnum í gærkvöldi. Á meðal helstu verðlaunahafa voru kvikmyndirnar 1917, Parasite og Joker en ein af þrennum verðlaunum hinnar síðastnefndu féllu einmitt í skaut tónskáldsins Hildar Guðnadóttur. Vilhjálmur Bretaprins er forseti kvikmyndaakademíunnar og ávarpaði viðstadda á verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Vilhjálmur tók fjölbreytileika sérstaklega til umfjöllunar í ræðu sinni en verðlaunahátíðir á borð við BAFTA-hátíðina hafa verið gagnrýndar síðustu ár fyrir að tilnefna afar einsleitan hóp – aðallega hvíta karlmenn. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að það skyti skökku við að þurfa enn einu sinni að ræða þörfina á því að takast á við fjölbreytileika í skemmtanageiranum. Hann viti til þess að stjórnendur akademíunnar vilji bregðast við vandanum. „BAFTA tekur málið alvarlega og hefur, eftir tilnefningar þessa árs, hrundið af stað ítarlegri endurskoðun til að tryggja að allir standi jafnfætis.“ Ræðu Vilhjálms má horfa á í spilaranum hér að neðan. Joaquin Phoenix, sem vann enn einu sinni verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverk fyrir titilhlutverkið í Joker, fjallaði einnig um málið í þakkarræðu sinni. Hann kvað það vera mikinn heiður að hljóta verðlaunin en tilfinningarnar væru þó blendnar. „[…] vegna þess að svo mörg starfssystkina minna, sem eiga [verðlaun] skilið, njóta ekki sömu forréttinda. Mér finnst við senda afar skýr skilaboð til þeirra, sem ekki eru hvít, um að þau séu ekki velkomin. Mér finnst þetta vera skilaboðin sem við sendum fólki sem á svo stóran þátt í miðlinum okkar og iðnaðinum okkar, og á máta sem við njótum góðs af.“ Phoenix viðurkenndi jafnframt að hann hefði ekki gert allt sem í sínu valdi stæði í baráttunni gegn kerfislægum kynþáttafordómum. „Það er skylda þeirra sem búið hafa til, viðhaldið og hagnast af kerfi kúgunar að rífa það niður. Það er á okkar ábyrgð.“ Ræðu Phoenix má horfa á í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir eru BAFTA-verðlaunin ekki eina hátíðin sem gagnrýnd hefur verið fyrir einsleitan hóp tilnefndra og verðlaunahafa. Óskarsverðlaunin hafa til að mynda um árabil átt undir högg að sækja vegna þessa. Akademían bauð fyrir tveimur árum tæplega þúsund manns frá 59 löndum að gerast meðlimir til að stemma stigu við einsleitni og árið 2016 hétu forsvarsmenn hennar því að tvöfalda hlutdeild kvenna og minnihlutahópa innan sinna raða fyrir árið 2020.
BAFTA Bíó og sjónvarp Hollywood Óskarinn Tengdar fréttir Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Tilkynnt um tilnefningar til Óskarsverðlauna í dag. 13. janúar 2020 05:38
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Hildur tilnefnd til Bafta verðlauna Hildur Guðnadóttir sellóleikari og tónskáld heldur áfram að slá í gegn á erlendum vettvangi en í dag var hún tilnefnd til hinna virtu bresku kvikmynda- og sjónvarpsþáttaakademíunnar BAFTA fyrir tónlist sína í Jókernum. 7. janúar 2020 09:20
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög