Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 12:07 Talsmaður Zoom segir starfsmenn fyrirtækisins miður sín vegna áreitisins. Vísir/Getty Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim. Bandaríkin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim.
Bandaríkin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira