Fótbolti

Reina náði varla andanum þegar smiteinkennin voru verst

Sindri Sverrisson skrifar
Pepe Reina er lánsmaður hjá Aston Villa frá AC Milan.
Pepe Reina er lánsmaður hjá Aston Villa frá AC Milan. VÍSIR/GETTY

Spænski markvörðurinn Pepe Reina óttaðist um líf sitt þegar hann fann fyrir verstu einkennunum af COVID-19 sýkingu sinni.

Reina, sem er 37 ára gamall, er í dag leikmaður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur verið að láni frá AC Milan síðan í janúar. Þessi fyrrverandi Evrópumeistari með Liverpool hefur verið í einangrun frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum smits:

„Ég var með hita, hósta og hausverk sem ég losnaði ekki við,“ sagði Reina við Corriere dello Sport á Spáni. Hann hefur nú jafnað sig af veikindunum en leist ekki á blikuna um tíma:

„Ég var þreyttur og ég var hræddur þegar ég náði varla andanum í 25 mínútur. Það var eins og að hálsinn minn væri lokaður og að loft kæmist ekki í gegn. Ég var lokaður inni í herbergi fyrstu sjö eða átta dagana,“ sagði Reina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×