„Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 12:45 Frá fjölmennum íbúafundi í Grindavík í gær þar sem viðruð var sú hugmynd að stofna varalið í bænum. vísir/egill Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira
Sú hugmynd kom fram á íbúafundinum í Grindavík í gær að stofna sérstakt varalið í bænum sem gæti aðstoðað björgunarsveitarmenn við rýmingu og annað viðbragð ef til eldgoss kemur á því svæði þar sem óvenjulegt landris er vestan við fjallið á Þorbjörn. Slysavarnafélagið Landsbjörg skoðar það nú með almannavörnum hvernig hægt væri að nýta slíkt lið sem best og hvernig skipulagi væri háttað. Guðbrandur Örn Arnarson hjá Landsbjörg segir málið snúast um það að fyrsta viðbragð verði alltaf heimamenn. „Sérstaklega líka, sama í hvaða nágrenni þú ert þá tekur alltaf að minnsta kosti 20 til 30 mínútur að komast á staðinn. Við erum búin að ræða þessi mál ég og formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Björgunarsveitin fagnar þessu mikið og þetta er bara hið besta mál. Það þarf bara að gefa okkur aðeins tíma til að vinna þetta og þetta snýst náttúrulega um það að þetta er bakland sem hægt er að sækja í. Þarna verða allir kvaddir til sem vettlingi geta valdið, sama hversu lítið verkefni er,“ segir Guðbrandur.Sjá einnig: Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi „Þessu var hent fram í gær og þetta er fín pæling. Við erum að meta það hvernig við getum nýtt þetta best og erum að byrja í viðræðum við almannavarnir um það hvort við getum nýtt þetta eða hvernig þetta myndi nýtast. Hvað væri best. Það má heldur ekki vera þannig að við stofnum eitthvað varalið en það verði svo margir að það kemst enginn fram hjá því,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, léttur í bragði, en bætir við að það þurfi að hugsa þetta vel. Hann segir það síðan ekki á forræði hans að ákveða að virkja slíkt lið heldur yrði það líklegast lögreglan sem tæki ákvörðun um það ásamt almannavörnum. Bogi segir allt til skoðunar í tengslum við mögulegt viðbragð á svæðinu og það besta við þetta allt saman sé kannski að viðbragðsaðilar hafi tíma. „Svo kannski skeður ekki neitt en þá erum við komnir með góða beinagrind til að vinna með í öllu,“ segir Bogi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Sjá meira
Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. 28. janúar 2020 13:00
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53