Sjálfkeyrandi bílar gætu breytt heiminum María Elísabet Pallé skrifar 17. ágúst 2017 19:05 Sjálfkeyrandi bílar gætu breytt heiminum eins og við þekkjum hann segir Rahul Razdan doktor í tölvunarfræði. Rahul hélt erindi um málefnið á málþingi á vegum Verkfræðingafélags Íslands í dag. Rahul hefur um áratuga skeið unnið við stofnun sprotafyrirtækja en starfar nú við tækniháskólann í Florida. Segir hann meðalnýtingu fólksbíla aðeins um 5% í dag. Að nýta bíla með þessum hætti myndi leysa umferðarþunga í borgum sem er alvarlegt vandamál um allan heim. „Ef við finnum leið til að nýta þessa bíla betur þurfum við kannski miklu færri bíla.Ef nýtingin er 5% þýðir það að við höfum 20 sinnum fleiri bíla en við þurfum. Svo ef við hefðum bara tíu sinnum fleiri bíla, eða tvöfalt fleiri,þá væri nóg af tiltækum bílum ef við hefðum bara aðgang að þeim og þeir gætu keyrt sjálfir.Þá gætu börn komist leiðar sinnar án fullorðinna, gamalt fólk kæmist leiðar sinnar án þess að geta keyrt,“segir Rahul. Segir Rahul mikilvægt úrlausnarefni að geta nýtt núverandi vegakerfi í borgum. Sjálfkeyrandi bílar gætu líka nýst í flestum atvinnugeirum. „Mikill hluti hagkerfisins um allan heim yrði fyrir áhrifum af þessari tækni.Við lærum öll á 18-20 árum hvernig annað fólk bregst við öðrum og nú viljum við að vélar hafi þennan skilning.Það er erfiði hlutinn, það er áskorunin varðandi sjálfkeyrandi bíla. Þegar þeir fara að hafa samskipti við fólk og aðra bíla,hvernig er hægt að gera það á öruggan hátt?,“ segir Rahul. Raul segir eldri borgara nota sjálfkeyrandi bíla með góðum árangri í Florida. Ferlið muni gerast í skrefum. Fyrst komi sjálfkeyrandi strætisvagnar áður en einkabílar verða að veruleika. „Fólk veit ekki einu sinni hvaða spurninga á að spyrja.Hvernig eigum við að prófa þessa hluti?Hvernig eigum við að stjórna þessu? Hver ber ábyrgðina frá sjónarhorni trygginga? Þetta eru allt opnar spurningar sem enn á eftir að svara,“ segir Rahul. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar gætu breytt heiminum eins og við þekkjum hann segir Rahul Razdan doktor í tölvunarfræði. Rahul hélt erindi um málefnið á málþingi á vegum Verkfræðingafélags Íslands í dag. Rahul hefur um áratuga skeið unnið við stofnun sprotafyrirtækja en starfar nú við tækniháskólann í Florida. Segir hann meðalnýtingu fólksbíla aðeins um 5% í dag. Að nýta bíla með þessum hætti myndi leysa umferðarþunga í borgum sem er alvarlegt vandamál um allan heim. „Ef við finnum leið til að nýta þessa bíla betur þurfum við kannski miklu færri bíla.Ef nýtingin er 5% þýðir það að við höfum 20 sinnum fleiri bíla en við þurfum. Svo ef við hefðum bara tíu sinnum fleiri bíla, eða tvöfalt fleiri,þá væri nóg af tiltækum bílum ef við hefðum bara aðgang að þeim og þeir gætu keyrt sjálfir.Þá gætu börn komist leiðar sinnar án fullorðinna, gamalt fólk kæmist leiðar sinnar án þess að geta keyrt,“segir Rahul. Segir Rahul mikilvægt úrlausnarefni að geta nýtt núverandi vegakerfi í borgum. Sjálfkeyrandi bílar gætu líka nýst í flestum atvinnugeirum. „Mikill hluti hagkerfisins um allan heim yrði fyrir áhrifum af þessari tækni.Við lærum öll á 18-20 árum hvernig annað fólk bregst við öðrum og nú viljum við að vélar hafi þennan skilning.Það er erfiði hlutinn, það er áskorunin varðandi sjálfkeyrandi bíla. Þegar þeir fara að hafa samskipti við fólk og aðra bíla,hvernig er hægt að gera það á öruggan hátt?,“ segir Rahul. Raul segir eldri borgara nota sjálfkeyrandi bíla með góðum árangri í Florida. Ferlið muni gerast í skrefum. Fyrst komi sjálfkeyrandi strætisvagnar áður en einkabílar verða að veruleika. „Fólk veit ekki einu sinni hvaða spurninga á að spyrja.Hvernig eigum við að prófa þessa hluti?Hvernig eigum við að stjórna þessu? Hver ber ábyrgðina frá sjónarhorni trygginga? Þetta eru allt opnar spurningar sem enn á eftir að svara,“ segir Rahul.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira