Andlát: Guðrún Ögmundsdóttir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 19:28 Guðrún Ögmundsdóttir. alþingi Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. Guðrún hafði legið inni á líknardeild í fjóra daga áður en hún féll frá en hún hafði barist við krabbamein um nokkurt skeið. Eiginmaður Guðrúnar greindi frá þessu í færslu á Facebook í dag. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Guðrún fæddist í Reykjavík þann 19. október 1950. Hún nam félagsfræði og félagsráðgjöf við Roskilde Universitetscenter og lauk þaðan prófi 1983. Þá fór hún í framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði 1983-1985. Hún vann ýmis störf áður en hún hóf nám, meðal annars á dagskrárdeild RÚV, sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu, uppeldisfulltrúi við sérdeildir Hlíðaskóla og starfaði á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Á árunum 1985 til 1988 starfaði hún hjá SÍNE, var verkefnisstjóri hjá LÍN, sá um handleiðslu hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdarstjóri námskeiða fyrir aðstandendur fatlaðra barna og félagsmálafulltrúi hjá Sjálfsbjörg. Hún var yfirfélagsráðgjafi hjá kvennadeild Landspítala frá 1988 til 1994, var stundakennari við lækna- og félagsvísindadeild HÍ og deildarstjóri félagsmálaráðuneytisins 1998 til 1999. Frá því að Guðrún lauk störfum á þingi hefur hún starfað sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og síðar sem tengiliður vegna vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu auk þess sem hún var formaður Unicef frá 2016 til 2018. Guðrún var gift Gísla Arnóri Víkingssyni og átti tvö börn. Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður og borgarfulltrúi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gærmorgun. Guðrún hafði legið inni á líknardeild í fjóra daga áður en hún féll frá en hún hafði barist við krabbamein um nokkurt skeið. Eiginmaður Guðrúnar greindi frá þessu í færslu á Facebook í dag. Guðrún sat á Alþingi fyrir Samfylkinguna frá 1999 til 2007 og gegndi hún embætti borgarfulltrúa frá 1992 til 1998. Þar áður hafði hún verið varaborgarfulltrúi. Guðrún fæddist í Reykjavík þann 19. október 1950. Hún nam félagsfræði og félagsráðgjöf við Roskilde Universitetscenter og lauk þaðan prófi 1983. Þá fór hún í framhaldsnám við sama skóla í fjölmiðlafræði 1983-1985. Hún vann ýmis störf áður en hún hóf nám, meðal annars á dagskrárdeild RÚV, sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu, uppeldisfulltrúi við sérdeildir Hlíðaskóla og starfaði á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Á árunum 1985 til 1988 starfaði hún hjá SÍNE, var verkefnisstjóri hjá LÍN, sá um handleiðslu hjá Styrktarfélagi vangefinna, var framkvæmdarstjóri námskeiða fyrir aðstandendur fatlaðra barna og félagsmálafulltrúi hjá Sjálfsbjörg. Hún var yfirfélagsráðgjafi hjá kvennadeild Landspítala frá 1988 til 1994, var stundakennari við lækna- og félagsvísindadeild HÍ og deildarstjóri félagsmálaráðuneytisins 1998 til 1999. Frá því að Guðrún lauk störfum á þingi hefur hún starfað sem sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og síðar sem tengiliður vegna vistheimila hjá dómsmálaráðuneytinu auk þess sem hún var formaður Unicef frá 2016 til 2018. Guðrún var gift Gísla Arnóri Víkingssyni og átti tvö börn.
Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira