Lektor sem var sagt upp við HR kennir við HÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 19:43 Kristinn Sigurjónsson fyrrverandi lektor við HR. visir/vilhelm Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor ið Háskólann í Reykjavík, kenndi í haust námskeið við Háskóla Íslands og mun hann halda kennslu áfram nú á vormisseri. Kristni var sagt upp stöfum við HR í október 2018 vegna ummæla sem hann lét falla um konur á Facebook. Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Tæknifræðiseturs Háskóla Íslands staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Vísis. Mbl.is greindi fyrst frá þessu í kvöld. Kristinn lét ummælin falla í lokaða Facebook hópnum Karlmennskuspjallið og sagði Kristinn konur meðal annars troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinna. Hann fullyrti það einnig í ummælunum að konur eyðileggðu vinnustaði fyrir karlmönnum með því að neyða þá til að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti.“ Kristinn bað kvenfólk afsökunar skömmu eftir uppsögnina. Karl Sölvi segir að tveir kennarar við HÍ hafi sagt upp í haust og hafi því myndast skarð sem hafi þurft að fylla. Kristinn hafi verið fenginn inn sem verktaki og að ekkert ráðningarsamband sé gagnvart Kristni. Líklegast verði auglýst í stöðurnar í vor svo hægt sé að fá fasta starfsmenn inn fyrir komandi haustmisseri. Karl segir að sæki Kristinn um fasta stöðu muni ummæli hans líklega vera tekin til greina í ráðningarferlinu. „Ef að það er eitthvað athugavert við það sem hann hefur sagt kemur það fram í ráðningarferlinu,“ segir Karl. Kristinn sótti HR til saka vegna uppsagnarinnar en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði HR af öllum ákæruliðum. Héraðsdómur féllst þó á það að uppsögnin hafi takmarkað tjáningarfrelsi Kristins að einhverju leiti. Kristinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Kristinn áfrýjar til Landsréttar Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. 8. ágúst 2019 06:30 Uppsögn Kristins nauðsynleg til að vernda hagsmuni HR Héraðsdómur taldi uppsögnina hefta tjáningarfrelsi Kristins, en benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt. 7. ágúst 2019 14:42 Háskólinn í Reykjavík sýknaður af kröfu Kristins Dómur var kveðinn upp í dag. 7. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor ið Háskólann í Reykjavík, kenndi í haust námskeið við Háskóla Íslands og mun hann halda kennslu áfram nú á vormisseri. Kristni var sagt upp stöfum við HR í október 2018 vegna ummæla sem hann lét falla um konur á Facebook. Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Tæknifræðiseturs Háskóla Íslands staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Vísis. Mbl.is greindi fyrst frá þessu í kvöld. Kristinn lét ummælin falla í lokaða Facebook hópnum Karlmennskuspjallið og sagði Kristinn konur meðal annars troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinna. Hann fullyrti það einnig í ummælunum að konur eyðileggðu vinnustaði fyrir karlmönnum með því að neyða þá til að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti.“ Kristinn bað kvenfólk afsökunar skömmu eftir uppsögnina. Karl Sölvi segir að tveir kennarar við HÍ hafi sagt upp í haust og hafi því myndast skarð sem hafi þurft að fylla. Kristinn hafi verið fenginn inn sem verktaki og að ekkert ráðningarsamband sé gagnvart Kristni. Líklegast verði auglýst í stöðurnar í vor svo hægt sé að fá fasta starfsmenn inn fyrir komandi haustmisseri. Karl segir að sæki Kristinn um fasta stöðu muni ummæli hans líklega vera tekin til greina í ráðningarferlinu. „Ef að það er eitthvað athugavert við það sem hann hefur sagt kemur það fram í ráðningarferlinu,“ segir Karl. Kristinn sótti HR til saka vegna uppsagnarinnar en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði HR af öllum ákæruliðum. Héraðsdómur féllst þó á það að uppsögnin hafi takmarkað tjáningarfrelsi Kristins að einhverju leiti. Kristinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar.
Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Kristinn áfrýjar til Landsréttar Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. 8. ágúst 2019 06:30 Uppsögn Kristins nauðsynleg til að vernda hagsmuni HR Héraðsdómur taldi uppsögnina hefta tjáningarfrelsi Kristins, en benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt. 7. ágúst 2019 14:42 Háskólinn í Reykjavík sýknaður af kröfu Kristins Dómur var kveðinn upp í dag. 7. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Kristinn áfrýjar til Landsréttar Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. 8. ágúst 2019 06:30
Uppsögn Kristins nauðsynleg til að vernda hagsmuni HR Héraðsdómur taldi uppsögnina hefta tjáningarfrelsi Kristins, en benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt. 7. ágúst 2019 14:42