Innlent

Kristinn áfrýjar til Landsréttar

Valgerður Árnadóttir skrifar
Kristinn Sigurjónsson í dómsal í gær.
Kristinn Sigurjónsson í dómsal í gær. Fréttablaðið/Sigrtyggur Ari

Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.

Kristinn, sem starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans, stefndi HR eftir að honum var sagt upp vegna ummæla um konur sem hann lét falla í lokuðum Facebook-hópi í október í fyrra. Kristinn fór fram á tæplega 57 milljónir vegna uppsagnarinnar og sagði hana ólögmæta.

Héraðsdómur sýknaði HR af kröfu Kristins. Kristinn sagði eftir dóminn að hann kæmi sér á óvart.

Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, segir að dómnum verði áfrýjað.

„Það stóð aldrei til að þetta færi svona,“ segir Jón Steinar. Hann svaraði spurningu um hvort niðurstaðan kæmi á óvart með annarri spurningu: „Getur maður ekki átt von á öllu frá íslenskum dómstólum nú til dags?“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.